Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr 22. september 2015 22:15 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki með liðsfélögum sínum í kvöld. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin. Íslenski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin.
Íslenski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira