Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Tómas þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:30 Freyr og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn.Sjá einnig:Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn.Sjá einnig:Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira