Brotthvarf forstjóra Volkswagen staðfest Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 15:30 Winterkorn er farinn úr stóli forstjóra Volkswagen. Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent
Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent