Brotthvarf forstjóra Volkswagen staðfest Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 15:30 Winterkorn er farinn úr stóli forstjóra Volkswagen. Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Nú hefur verið staðfest að Martin Winterkorn hefur stigið úr stóli forstjóra Volkswagewn eftir að upp komst um dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur fram að þessu neitað þeim fréttum sem birtust í gær og fyrradag um brotthvarf Winterkorn úr forstjórastóli. Í dag var hinsvegar haldinn stjórnarfundur hjá Volkswagen og annaðhvort hefur Winterkorn þar sagt af sér eða honum verið gert að gera það af stjórn fyrirtækisins. Fyrstu viðbrögð Winterkorn eftir að upp komst um svindlið bentu til þess að hann hafi ekki vitað um svindlið, en þá má spyrja sig hvort sé betra að hann hafi vitað um það eða að hann sem forstjóri fyrirtækisins hafi ekki vitað um það. Bæði líklega nóg til þess að honum sé ekki stætt á veru í forstjórastólnum. Ekki er ljóst enn hver tekur við af Winterkorn en líklegt þykir að það verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent