Kristinn: Framtíð Bjarna er hjá KR Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2015 18:15 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Vísir/Stefán „Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23
Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15