Það telst enn nokkuð óvenjulegt að margar konur séu á kokkavakt. Á Vox hittir það gjarna þannig á að fimm konur sinna kokka- og kokkanemastörfum á einni vakt. Þegar Ísland í dag bar að garði voru þær Lilja, Árdís, Sóley og Linda sem sáu um köldu deildina og svokallaða pleitun. Sóley er 19 ára gömul, og fékk kokkabakteríuna fyrir nokkuð stuttu síðan.
Við biðjumst velvirðingar á að nöfn Sóleyjar og Árdísar víxluðust í innslaginu.
Fjórar stelpur á kokkavakt
Margrét Erla Maack skrifar