Pólitískur subbuskapur Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun