Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 10:20 Martin Winterkorn. Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent