RIFF sett í tólfta sinn í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2015 14:30 Að athöfninni lokinni mun opnunarmynd hátíðarinnar verða sýnd, hin stórkostlega ævintýramynd, Tale of Tales, eða Sagnasveigur í leikstjórn Matteo Garrone. vísir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður sett í 12. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói en dagskráin hefst klukkan hálf átta. Til að byrja með verður u.þ.b. 30 mínútna dagskrá þar sem Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og hátíðarstjórnandi, segir nokkur orð, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur, mun flytja hina árlegu RIFF-Gusu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun svo setja hátíðina formlega. Kynnir á opnunarhátíðinni er Snjólaug Lúðvíksdóttir, grínisti. Að athöfninni lokinni mun opnunarmynd hátíðarinnar verða sýnd, hin stórkostlega ævintýramynd, Tale of Tales, eða Sagnasveigur í leikstjórn Matteo Garrone. Myndin fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Sagnasveigur keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor auk þess hefur hún hlotið glæsilega dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Sérstök áhersla á hátíðinni í ár er á kvikmyndir eftir konur, um konur og málefni kvenna, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hátíðin stendur í 11 daga til 4. október. RIFF Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður sett í 12. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói en dagskráin hefst klukkan hálf átta. Til að byrja með verður u.þ.b. 30 mínútna dagskrá þar sem Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og hátíðarstjórnandi, segir nokkur orð, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur, mun flytja hina árlegu RIFF-Gusu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun svo setja hátíðina formlega. Kynnir á opnunarhátíðinni er Snjólaug Lúðvíksdóttir, grínisti. Að athöfninni lokinni mun opnunarmynd hátíðarinnar verða sýnd, hin stórkostlega ævintýramynd, Tale of Tales, eða Sagnasveigur í leikstjórn Matteo Garrone. Myndin fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Sagnasveigur keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor auk þess hefur hún hlotið glæsilega dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Sérstök áhersla á hátíðinni í ár er á kvikmyndir eftir konur, um konur og málefni kvenna, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hátíðin stendur í 11 daga til 4. október.
RIFF Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira