Alveg rétt! Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 25. september 2015 08:00 Margir kannast eflaust við tilfinninguna að vakna eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður og endað í partíi þar sem mátti reykja inni. Aldrei þessu vant lykta fötin manns eins og öskubakki og þegar í sturtuna er komið rís reykingalyktin tvíefld upp frá dauðum þegar hárið blotnar. Við nánari athugun á fötunum koma svo litlir brunablettir í ljós og maður hugsar með sér: „Alveg rétt! Svona leið mér einu sinni um hverja einustu helgi, vá hvað ég er feginn að það má ekki reykja lengur inni á veitinga- og skemmtistöðum.“ Nákvæmlega þessi tilfinning helltist yfir mig í tvígang í vikunni sem leið en í hvorugt skiptið var það vegna reykinga eða partístands. Annars vegar var ég búinn gleyma hvernig það er að mjakast upp og niður Laugaveginn á yfirfullri gangstétt með mengandi og mannlífsskemmandi bílalest bókstaflega ofan í mér og hins vegar var því fullkomlega stolið úr mér hversu óhemju leiðinlegt stjórnmálafólk getur verið þegar það finnur höggstað á andstæðingum sínum jafnvel þó það sé í fullum rétti. Eftir rúmlega fimm ára tímabil þar sem ríkt hefur þokkaleg reisn yfir ráðhúsinu og tæplega fimm mánaða tímabil af bíllausum Laugavegi þá er ekki laust við að máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ öðlist skýrari merkingu í huga manns þegar fyrrgreind lífsgæði sem allir voru farnir að taka sem sjálfsögðum hlut snúast skyndilega upp í andhverfu sína. Það jákvæða við umrædda tilfinningu er hins vegar að hún er sterk áminning og þar af leiðandi er auðvelt að draga af henni lærdóm. Alveg eins og reykingar eiga ekki heima innandyra í fjölmenni, þá á ónauðsynleg bílaumferð alls ekki heima í miðborgum og yfirlætisfull reiði á aldrei heima í ráðhúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Margir kannast eflaust við tilfinninguna að vakna eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður og endað í partíi þar sem mátti reykja inni. Aldrei þessu vant lykta fötin manns eins og öskubakki og þegar í sturtuna er komið rís reykingalyktin tvíefld upp frá dauðum þegar hárið blotnar. Við nánari athugun á fötunum koma svo litlir brunablettir í ljós og maður hugsar með sér: „Alveg rétt! Svona leið mér einu sinni um hverja einustu helgi, vá hvað ég er feginn að það má ekki reykja lengur inni á veitinga- og skemmtistöðum.“ Nákvæmlega þessi tilfinning helltist yfir mig í tvígang í vikunni sem leið en í hvorugt skiptið var það vegna reykinga eða partístands. Annars vegar var ég búinn gleyma hvernig það er að mjakast upp og niður Laugaveginn á yfirfullri gangstétt með mengandi og mannlífsskemmandi bílalest bókstaflega ofan í mér og hins vegar var því fullkomlega stolið úr mér hversu óhemju leiðinlegt stjórnmálafólk getur verið þegar það finnur höggstað á andstæðingum sínum jafnvel þó það sé í fullum rétti. Eftir rúmlega fimm ára tímabil þar sem ríkt hefur þokkaleg reisn yfir ráðhúsinu og tæplega fimm mánaða tímabil af bíllausum Laugavegi þá er ekki laust við að máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ öðlist skýrari merkingu í huga manns þegar fyrrgreind lífsgæði sem allir voru farnir að taka sem sjálfsögðum hlut snúast skyndilega upp í andhverfu sína. Það jákvæða við umrædda tilfinningu er hins vegar að hún er sterk áminning og þar af leiðandi er auðvelt að draga af henni lærdóm. Alveg eins og reykingar eiga ekki heima innandyra í fjölmenni, þá á ónauðsynleg bílaumferð alls ekki heima í miðborgum og yfirlætisfull reiði á aldrei heima í ráðhúsinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun