Síðustu þrjú stóru hneyksli bílasmiða uppgötvuð af almenningi Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2015 09:29 Vandi Volkswagen er ærinn nú, en það hefur átt við fleiri bílaframleiðendur undanfarið. Á þessu ári hafa þrjú stór hneyksli þekktra bílasmiða verið mikið í umfjöllun, en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa uppgötvast af almenningi, en ekki þar til bærum rannsóknarstofnunum. Nærtækast er að nefna að það voru prófessorar og nemendur í háskólanum í West Virginia í Bandaríkjunum sem uppgötvuðu dísilbílasvindl Volkswagen. Í tilfelli gallaðs ræsibúnaðar í bílum General Motors, sem kostað hefur 124 mannslíf, voru það vélvirki frá Mississippi og verkfræðingur frá Flórída sem uppgötvuðu gallann. Það voru svo sjálfstæðu netöryggisstarfsmennirnir Chris Valasek og Charlie Miller sem fundu út hvernig mátti stjórna flestu í bílum Jeep Cherokee, þess vegna frá hinum enda Bandaríkjanna, þar sem öryggismálum hugbúnaðar í bílunum var ábótavant. Það vekur athygli að opinberir rannsóknaraðilar sem votta framleiðslu bílaframleiðenda áttu ekki í hlut í neinu þessara tilfella, heldur almenningur. Eðli þessara galla bílaframleiðendann er ólíkt. Jeep hafði ekkert slæmt í huga en gætti ekki nógu vel að öruggismálum er varða hugsanleg innbrot í hugbúnaðinn. GM var með gallaðan ræsibúnað í bílum sínum og vissi af því til lengri tíma en lagaði þá ekki og lét ekki vita af gallanum uns dauðsföllum var farið að fjölga um of og gallinn fannst að utanaðkomandi aðilum. Í því tilfelli ber GM ábyrgð á mörgum mannslífum. Í tilfelli Volkswagen er brotaviljinn afar sýnilegur þó ekki megi beint tengja hann dauðsföllum. Búnaður Volkswagen var sérhannaður til að villa um fyrir fólki og brot fyrirtækisins því afar ámælisvert, þó svo ekki megi tengja brotið við dauðsföll með beinum hætti. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Á þessu ári hafa þrjú stór hneyksli þekktra bílasmiða verið mikið í umfjöllun, en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa uppgötvast af almenningi, en ekki þar til bærum rannsóknarstofnunum. Nærtækast er að nefna að það voru prófessorar og nemendur í háskólanum í West Virginia í Bandaríkjunum sem uppgötvuðu dísilbílasvindl Volkswagen. Í tilfelli gallaðs ræsibúnaðar í bílum General Motors, sem kostað hefur 124 mannslíf, voru það vélvirki frá Mississippi og verkfræðingur frá Flórída sem uppgötvuðu gallann. Það voru svo sjálfstæðu netöryggisstarfsmennirnir Chris Valasek og Charlie Miller sem fundu út hvernig mátti stjórna flestu í bílum Jeep Cherokee, þess vegna frá hinum enda Bandaríkjanna, þar sem öryggismálum hugbúnaðar í bílunum var ábótavant. Það vekur athygli að opinberir rannsóknaraðilar sem votta framleiðslu bílaframleiðenda áttu ekki í hlut í neinu þessara tilfella, heldur almenningur. Eðli þessara galla bílaframleiðendann er ólíkt. Jeep hafði ekkert slæmt í huga en gætti ekki nógu vel að öruggismálum er varða hugsanleg innbrot í hugbúnaðinn. GM var með gallaðan ræsibúnað í bílum sínum og vissi af því til lengri tíma en lagaði þá ekki og lét ekki vita af gallanum uns dauðsföllum var farið að fjölga um of og gallinn fannst að utanaðkomandi aðilum. Í því tilfelli ber GM ábyrgð á mörgum mannslífum. Í tilfelli Volkswagen er brotaviljinn afar sýnilegur þó ekki megi beint tengja hann dauðsföllum. Búnaður Volkswagen var sérhannaður til að villa um fyrir fólki og brot fyrirtækisins því afar ámælisvert, þó svo ekki megi tengja brotið við dauðsföll með beinum hætti.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent