Dans og hryllingur í Sundhöllinni í kvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. september 2015 14:30 Hallfríður segir sundbíó vera einn vinsælasta viðburðinn á RIFF. Dansararnir Gígja Jónsdóttir, Viktor Leifsson og Tinna Guðlaug Ómarsdóttir sem eru bakvið Hallfríði á myndinni munu dansa á sýningunni. Fréttablaðið/Vilhelm Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér. RIFF Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér.
RIFF Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira