Heimir: Lærðum af Blikaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2015 17:19 Heimir fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum. vísir/þórdís Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39
Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti