Jordan Spieth tryggði sér Fed-Ex bikarinn 27. september 2015 22:39 Spieth hafði ríka ástæðu til að brosa í kvöld. Getty Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira