Jordan Spieth fékk 1,7 milljón fyrir hverja holu á árinu 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 10:45 Jordan Spieth á fyrir salti í grautinn og rúmlega það. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund
Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira