Fuðra kaup VW á Red Bull upp í dísilvélasvindlinu? Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 10:24 Red Bull keppnisbíll í Formúlu 1. Í síðustu viku var hér greint frá áhuga Volkswagen á kaupum á Red Bull liðið í Formúlu 1. En fljótt skipast veður í lofti og dísilvélasvindl Volkswagen mun að minnsta kosti fresta þeim, ef ekki verða til þess að alfarið verði hætt við þau. Volkswagen hefur um margt annað að hugsa nú en rándýra þátttöku í Formúlu 1 og líklega verður fyrirtækið að helga fjármuni sína fremur sektargreiðslum en þátttöku í kappakstri og þróun vélar sem keppt gæti við Mercedes Benz og Ferrari. Meiningin var nefnilega að smíða eigin vél í Red Bull bílana ef að kaupum hefði orðið. Volkswagen og Red Bull voru í upphafi síðustu viku með svo til kláraðan samning um yfirtöku á Red Bull liðinu og fátt virtist eftir nema að undirskrifa samninginn. Ef ekkert verður af þessari yfirtöku Volkswagen á Red Bull liðinu er staða liðsins erfið með þá Renault vél sem ekki virðist eiga neinn séns í vélarnar í bílum Mercedes Benz og Ferrari. Red Bull hefur ekki unnið eina einustu keppni í ár, en vann þrjár keppnir í fyrra og endaði í öðru sæti í keppninni þá á eftir Mercedes Benz. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent
Í síðustu viku var hér greint frá áhuga Volkswagen á kaupum á Red Bull liðið í Formúlu 1. En fljótt skipast veður í lofti og dísilvélasvindl Volkswagen mun að minnsta kosti fresta þeim, ef ekki verða til þess að alfarið verði hætt við þau. Volkswagen hefur um margt annað að hugsa nú en rándýra þátttöku í Formúlu 1 og líklega verður fyrirtækið að helga fjármuni sína fremur sektargreiðslum en þátttöku í kappakstri og þróun vélar sem keppt gæti við Mercedes Benz og Ferrari. Meiningin var nefnilega að smíða eigin vél í Red Bull bílana ef að kaupum hefði orðið. Volkswagen og Red Bull voru í upphafi síðustu viku með svo til kláraðan samning um yfirtöku á Red Bull liðinu og fátt virtist eftir nema að undirskrifa samninginn. Ef ekkert verður af þessari yfirtöku Volkswagen á Red Bull liðinu er staða liðsins erfið með þá Renault vél sem ekki virðist eiga neinn séns í vélarnar í bílum Mercedes Benz og Ferrari. Red Bull hefur ekki unnið eina einustu keppni í ár, en vann þrjár keppnir í fyrra og endaði í öðru sæti í keppninni þá á eftir Mercedes Benz.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent