Volkswagen hafði oft verið varað við að nota svindlhugbúnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 15:09 Ekki skorti Volkswagen viðvaranirnar. Autoblog Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent
Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent