Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Bjarki Ármannsson skrifar 28. september 2015 18:13 Frá ávarpi Pútíns á þinginu í dag. Vísir/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45