Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Bjarki Ármannsson skrifar 28. september 2015 18:13 Frá ávarpi Pútíns á þinginu í dag. Vísir/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum undanfarin ár í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í áratug í dag. Pútin sagði að innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 hefði eflt hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti, sem Rússar hafa undanfarið stutt með vopnaafhendingum, væri sá eini sem væri í raun að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur lýst því skýrt yfir að Assad þurfi að láta af völdum ef binda eigi enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi en Pútín sagðist telja að það væru mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn landsins.#Russia Pres Putin #UNGA speech jabs at US "interference" in MidEast & N Africa: "do you realise now what you've done?"— Suzanne Kianpour (@KianpourWorld) September 28, 2015 Í ávarpi sínu sagði Rússlandsleiðtoginn að hann hyggist brátt boða sérstakan ráðherrafund til að ræða hinar ýmsu hættur sem staða að Mið-Austurlöndum. Ef hægt væri að mynda bandalag þjóða til að berjast gegn Íslamska ríkinu, væri um leið hægt að binda enda á hinn hinn „mikla og sorglega“ mannflótta frá Sýrlandi sem nú stendur yfir. Líkt og búast mátti við, nýtti Pútín einnig tækifærið til þess að gagnrýna viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Hann sagði aðgerðirnar ganga gegn þeim hugmyndum sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu fyrir. Um milliríkjaviðskipti og heimsefnahaginn sagði Pútín að búið væri að „breyta reglunum“ og að fámennur forréttindahópur nyti góðs af því. Pútín mun að allsherjarþinginu loknu funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta, í fyrsta sinn í tæpt ár.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48 Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Obama á allsherjarþinginu: Bandaríkjastjórn getur starfað með Rússum og Írönum Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vinna með hvaða ríki sem er til að binda megi enda á stríðsástandið í Sýrlandi. 28. september 2015 14:56
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Cameron vill að Assad svari til saka Forsætisráðherra Breta segir að Assad hafi brotið alþjóðalög og sé ábyrgur fyrir átökunum í Sýrlandi. 27. september 2015 17:48
Ban Ki-Moon: Samstarf fimm ríkja nauðsynlegt vegna stríðsástandsins í Sýrlandi Framkvæmdastjórinn lét orðin falla í ræðu sinni á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. 28. september 2015 13:45