Rússar íhuga loftárásir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2015 08:04 Vladimir Putin eftir allsherjarþingið.er Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58
Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00