Ekkert sem kemur í veg fyrir að Lars geti orðið forseti Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2015 10:00 Lars Lagerbäck getur orðið forseti Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30
Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30
Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00
Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30
Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15