Fjölskylda norska gíslsins segist ekki hafa efni á að greiða lausnargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2015 11:26 Hinn 48 ára Ole Johan Grimsgaard-Ofstad. Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira