Audi selur keppnisbílana Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 15:40 Audi hefur verið einkum sigursælt í þolaksturskeppnum á undanförnum árum og rakað inn sigrum bæði í Le Mans keppninni og á Nürburgring brautinni, en Audi sigraði á þeim báðum í ár. Audi hefur fyrir vikið þurft að smíða allmarga keppnisbíla til að halda úti nokkrum liðum sem keppa á þeirra bílum. Bílunum ætlar Audi nú að fækka og selja á almennum markaði. Um er að ræða 45 eintök af hinum nýlega Audi R8 LMS GT3 keppnisbíl og kostar hvert eintak hans 400.000 dollara, eða tæpar 52 milljónir króna. Samtals er söluandvirði þeirra 2,34 milljarðar. Til að vera gjaldgengir í þolaksturskeppnum þurfa keppnisbílar að vera í grunninn fjöldaframleiddir bílar. Það er þessi keppnisbíll Audi, en hann er byggður á Audi R8 sportbílnum. Það sem meira er, keppniseintök hans eru aflminni en grunngerðin, þ.e. 585 hestöfl, en ekki 620. Keppnisbílarnir eru þó léttari þar sem margt sem fylgir lúxussportbílnum hefur verið hent út og veltigrind komin í staðinn. Vonandi tekst Audi að selja þessi eintök, en hætt er við því að enginn þeirra rati hingað til lands, til þess vantar keppnisbrautirnar. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Audi hefur verið einkum sigursælt í þolaksturskeppnum á undanförnum árum og rakað inn sigrum bæði í Le Mans keppninni og á Nürburgring brautinni, en Audi sigraði á þeim báðum í ár. Audi hefur fyrir vikið þurft að smíða allmarga keppnisbíla til að halda úti nokkrum liðum sem keppa á þeirra bílum. Bílunum ætlar Audi nú að fækka og selja á almennum markaði. Um er að ræða 45 eintök af hinum nýlega Audi R8 LMS GT3 keppnisbíl og kostar hvert eintak hans 400.000 dollara, eða tæpar 52 milljónir króna. Samtals er söluandvirði þeirra 2,34 milljarðar. Til að vera gjaldgengir í þolaksturskeppnum þurfa keppnisbílar að vera í grunninn fjöldaframleiddir bílar. Það er þessi keppnisbíll Audi, en hann er byggður á Audi R8 sportbílnum. Það sem meira er, keppniseintök hans eru aflminni en grunngerðin, þ.e. 585 hestöfl, en ekki 620. Keppnisbílarnir eru þó léttari þar sem margt sem fylgir lúxussportbílnum hefur verið hent út og veltigrind komin í staðinn. Vonandi tekst Audi að selja þessi eintök, en hætt er við því að enginn þeirra rati hingað til lands, til þess vantar keppnisbrautirnar.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent