Mercedes fram úr Audi í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 11:41 Mercedes Benz GLC. Til margra ára hefur röð þýsku lúxusbílaframleiðendanna í sölumagni í heiminum verið á þann veg að BMW hefur verið söluhæst, Audi í öðru sæti og Mercedes Benz í þriðja sæti. Það sem af er liðið ári er þó Mercedes Benz búið að taka fram úr Audi og stefnir því í að Benz taki annað sætið af Audi þetta árið. Mercedes Benz hefur selt 1,19 milljón bíla fyrstu 8 mánuði ársins en Audi 1,18. Aðeins munar þarna 10.880 bílum. Það sem ríður baggamuninum er ágæt sala Mercedes Benz í Kína á meðan Audi hefur horft uppá minnkandi sölu þar, sem og BMW. Í ágúst var Mercedes Benz eitt þessara þriggja fyrirtækja að ná aukinni sölu frá fyrra ári í Kína og nam vöxturinn hvorki meira né minna en 53% á meðan sala Audi þar minnkaði um 4,1% og BMW um 0,9%. Það er ekki nóg með að Benz hafi náð Audi í heildarsölu í heiminum heldur er stutt í BMW, sala þess út ágúst nemur 1,21 milljón bíla. Því gæti árið endað þannig að Mercedes Benz verði aftur orðið söluhæst þessara þriggja framleiðenda, en Benz missta þann tiltil til BMW árið 2005. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent
Til margra ára hefur röð þýsku lúxusbílaframleiðendanna í sölumagni í heiminum verið á þann veg að BMW hefur verið söluhæst, Audi í öðru sæti og Mercedes Benz í þriðja sæti. Það sem af er liðið ári er þó Mercedes Benz búið að taka fram úr Audi og stefnir því í að Benz taki annað sætið af Audi þetta árið. Mercedes Benz hefur selt 1,19 milljón bíla fyrstu 8 mánuði ársins en Audi 1,18. Aðeins munar þarna 10.880 bílum. Það sem ríður baggamuninum er ágæt sala Mercedes Benz í Kína á meðan Audi hefur horft uppá minnkandi sölu þar, sem og BMW. Í ágúst var Mercedes Benz eitt þessara þriggja fyrirtækja að ná aukinni sölu frá fyrra ári í Kína og nam vöxturinn hvorki meira né minna en 53% á meðan sala Audi þar minnkaði um 4,1% og BMW um 0,9%. Það er ekki nóg með að Benz hafi náð Audi í heildarsölu í heiminum heldur er stutt í BMW, sala þess út ágúst nemur 1,21 milljón bíla. Því gæti árið endað þannig að Mercedes Benz verði aftur orðið söluhæst þessara þriggja framleiðenda, en Benz missta þann tiltil til BMW árið 2005.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent