Orðaleikir forsetans Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. september 2015 08:00 Margir stytta sér stundir við að ráða í orð forseta lýðveldisins við þingsetninguna í vikunni. Það er samkvæmisleikur sem mörgum sem hafa áhuga á fjörlegum pólitískum fléttum, þykir mergur í: „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar, meistari hins óræða, í ávarpinu. Þetta hefði alveg eins mátt orða svona: „Ég veit að þú trúir því að þú skiljir það sem þú heldur að ég hafi sagt en ég er ekki viss um að þú áttir þig á að það sem þú heyrðir er ekki það sem ég meinti.“ Öllu er haldið opnu og bíða verður áramótaávarpsins, þegar hálft ár er í kjördag, eftir að fá botn í málið. Ekki lýsir það mikilli tillitssemi. Það hefur gustað um Bessastaði á forsetatíð Ólafs Ragnars. Hann færði þjóðinni heim sanninn um, að hún er fullfær um að taka ákvarðanir um stór mál í þjóðaratkvæði. Hann breytti Íslandi og lagði grunn að kröfunni um að málskotsrétturinn verði færður kjósendum með skýrum reglum, líkt og ráð er fyrir gert í stjórnarskrárdrögunum, sem þjóðin hefur samþykkt með miklum meirihluta, en forsetinn og þingið hafa hafnað. Óvíst er að niðurstaðan um þjóðaratkvæði og málskotsrétt hefði orðið eins afgerandi ef nýleg reynsla hefði ekki verið fyrir hendi. Í ljósi reynslunnar treysti fólk sér til að setja þinginu skorður í málum, sem varða mikla hagsmuni. Sennilega verða meginlínur í kvótamálum aldrei lagðar án aðkomu þjóðarinnar. Makrílfrumvarpið, sem ríkisstjórnin guggnaði á að leggja fram í vor, er vísbending um það sem koma skal. Ráðherrarnir vissu að þeir yrðu gerðir afturreka með málið. Andstaða forsetans við að kosið verði um stjórnarskrána samhliða kjöri forseta er stílbrot. Það stangast á við embættisferil hans. Sjálfur örlagavaldurinn virðist efast um, að treysta megi almenningi til að kjósa um fleiri en einn hlut í einu – stjórnarskrá og forseta. Það er vanmat, ekki síst vegna þess að mjög uppbyggileg umræða hefur átt sér stað um stjórnlög, þökk sé gjörðum forsetans sjálfs, stjórnlagaráði og undirbúningnum sem átti sér stað áður en ráðið hóf störf. Ólafur Ragnar er allt öðruvísi forseti en forverar hans. Þau beittu ekki málskotsréttinum. Þau voru sameiningartákn, sem létu einvörðungu að sér kveða í málum sem sameinuðu landsmenn. Ólafur hefur ekki hikað við að blanda sér í umdeild mál. En þjóðin þekkir Ólaf Ragnar og hefur kosið hann fjórum sinnum. Umboð hans hingað til hefur verið skýrt. Spurningin er hvernig leikurinn sem hófst í þingsetningunni á þriðjudag leggst í þjóðina og hvort aðrir frambjóðendur halda að sér höndum þar til hann verður leiddur til lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Margir stytta sér stundir við að ráða í orð forseta lýðveldisins við þingsetninguna í vikunni. Það er samkvæmisleikur sem mörgum sem hafa áhuga á fjörlegum pólitískum fléttum, þykir mergur í: „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar, meistari hins óræða, í ávarpinu. Þetta hefði alveg eins mátt orða svona: „Ég veit að þú trúir því að þú skiljir það sem þú heldur að ég hafi sagt en ég er ekki viss um að þú áttir þig á að það sem þú heyrðir er ekki það sem ég meinti.“ Öllu er haldið opnu og bíða verður áramótaávarpsins, þegar hálft ár er í kjördag, eftir að fá botn í málið. Ekki lýsir það mikilli tillitssemi. Það hefur gustað um Bessastaði á forsetatíð Ólafs Ragnars. Hann færði þjóðinni heim sanninn um, að hún er fullfær um að taka ákvarðanir um stór mál í þjóðaratkvæði. Hann breytti Íslandi og lagði grunn að kröfunni um að málskotsrétturinn verði færður kjósendum með skýrum reglum, líkt og ráð er fyrir gert í stjórnarskrárdrögunum, sem þjóðin hefur samþykkt með miklum meirihluta, en forsetinn og þingið hafa hafnað. Óvíst er að niðurstaðan um þjóðaratkvæði og málskotsrétt hefði orðið eins afgerandi ef nýleg reynsla hefði ekki verið fyrir hendi. Í ljósi reynslunnar treysti fólk sér til að setja þinginu skorður í málum, sem varða mikla hagsmuni. Sennilega verða meginlínur í kvótamálum aldrei lagðar án aðkomu þjóðarinnar. Makrílfrumvarpið, sem ríkisstjórnin guggnaði á að leggja fram í vor, er vísbending um það sem koma skal. Ráðherrarnir vissu að þeir yrðu gerðir afturreka með málið. Andstaða forsetans við að kosið verði um stjórnarskrána samhliða kjöri forseta er stílbrot. Það stangast á við embættisferil hans. Sjálfur örlagavaldurinn virðist efast um, að treysta megi almenningi til að kjósa um fleiri en einn hlut í einu – stjórnarskrá og forseta. Það er vanmat, ekki síst vegna þess að mjög uppbyggileg umræða hefur átt sér stað um stjórnlög, þökk sé gjörðum forsetans sjálfs, stjórnlagaráði og undirbúningnum sem átti sér stað áður en ráðið hóf störf. Ólafur Ragnar er allt öðruvísi forseti en forverar hans. Þau beittu ekki málskotsréttinum. Þau voru sameiningartákn, sem létu einvörðungu að sér kveða í málum sem sameinuðu landsmenn. Ólafur hefur ekki hikað við að blanda sér í umdeild mál. En þjóðin þekkir Ólaf Ragnar og hefur kosið hann fjórum sinnum. Umboð hans hingað til hefur verið skýrt. Spurningin er hvernig leikurinn sem hófst í þingsetningunni á þriðjudag leggst í þjóðina og hvort aðrir frambjóðendur halda að sér höndum þar til hann verður leiddur til lykta.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun