Mickelson ætlar að réttlæta liðsvalið í Forsetabikarnum 12. september 2015 23:00 Mickelson er einn vinsælasti kylfingur PGA-mótaraðarinnar. Getty/AP Línur eru farnar að skýrast fyrir Forsetabikarinn sem fram fer í Suður-Kóreu í byrjun október en þar mæta Bandaríkjamenn heimsúrvalinu í keppni sem svipar mikið til Ryder-bikarsins. Fyrirliði bandaríska liðsins er Jay Haas en í liðinu eru stjörnur eins og Jordan Spieth, Rickie Fowler, Bubba Watson og Dustin Johnson. Haas valdi einnig Phil Mickelson í liðið þrátt fyrir slæmt gengi þessa vinsæla kylfings að undanförnu en hann hefur verið í Bandaríska liðinu 19 mót í röð og er hokinn af reynslu. Mickelson segir sjálfur að hann muni gera allt til þess að réttlæta valið. „Ég elska svona liðakeppnir og mun gera það sem ég get til þess að hjálpa liðinu að vinna. Þetta eru alltaf skemmtilegustu helgar ársins fyrir mér.” Haas valdi einnig son sinn, Bill Haas, í liðið en það voru fáir sem mótmæltu því þar sem hann spilaði sig nánast inn í það með góðri frammistöðu á árinu. Í liði heimsúrvalsins eru einnig margir sterkir kylfingar, meðal annars Adam Scott, Louis Oosthuizen og Jason Day sem hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Línur eru farnar að skýrast fyrir Forsetabikarinn sem fram fer í Suður-Kóreu í byrjun október en þar mæta Bandaríkjamenn heimsúrvalinu í keppni sem svipar mikið til Ryder-bikarsins. Fyrirliði bandaríska liðsins er Jay Haas en í liðinu eru stjörnur eins og Jordan Spieth, Rickie Fowler, Bubba Watson og Dustin Johnson. Haas valdi einnig Phil Mickelson í liðið þrátt fyrir slæmt gengi þessa vinsæla kylfings að undanförnu en hann hefur verið í Bandaríska liðinu 19 mót í röð og er hokinn af reynslu. Mickelson segir sjálfur að hann muni gera allt til þess að réttlæta valið. „Ég elska svona liðakeppnir og mun gera það sem ég get til þess að hjálpa liðinu að vinna. Þetta eru alltaf skemmtilegustu helgar ársins fyrir mér.” Haas valdi einnig son sinn, Bill Haas, í liðið en það voru fáir sem mótmæltu því þar sem hann spilaði sig nánast inn í það með góðri frammistöðu á árinu. Í liði heimsúrvalsins eru einnig margir sterkir kylfingar, meðal annars Adam Scott, Louis Oosthuizen og Jason Day sem hefur verið í frábæru formi að undanförnu.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira