Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 19:41 Haukur Ingi. Vísir/Valli Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflvíkur, var vitanlega svekktur með 3-2 tapið gegn Val í kvöld. Með því varð endanlega ljóst að Keflavík er fallið úr Pepsi-deild karla. „Það er enginn ánægður með að falla niður í deild. En þetta hefur verið yfirvofandi í langan tíma og eftir tapið gegn ÍBV var þetta orðið ansi svart. Við héldum í vonina en hún fór endanlega í dag,“ sagði Haukur Ingi sem ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni tók við þjálfun liðsins af Kristjáni Guðmundssyni í byrjun júní. „Það var enginn byrjaður að örvænta þá enda nóg eftir af mótinu. En varnarleikurinn hefur verið stóra vandamálið hjá okkur í allt sumar og við fengum þrjú mörk á okkur í dag. Ef við skoðum leiki Keflavíkur í ár, sama í hvaða móti það er, þá hefur liðið ekki haldið hreinu í neinum leik.“ „Nú erum við byrjaðir að horfa til framtíðar. Eftir síðasta leik settumst við niður fórum við yfir stöðina og við viljum nota síðustu leikina á tímabilinu til að að þétta raðirnar og undirbúa liðið sem best fyrir næsta tímabil í 1. deildinni.“ Haukur Ingi segir að það hafi verið margt jákvætt í gangi hjá félaginu sjálfur í sumar þó svo að það hafi ýmislegt mátt betur fara. „En þegar staðan er jafn slæm og hún hefur verið þá byrjar maður að horfa í baksýnisspegilinn og þó svo að það sé ekkert stórvægilegt að þá er ýmislegt sem má gera betur. Við höfum rætt þetta við stjórnina og það eru allir sammála um það.“ „Það er aldrei gott að falla en stundum getur það virkað sem áminning fyrir félagið. Nú þurfum við að byggja upp aftur.“ Hann segist sjálfur ekki vita nú hvort hann verði áfram þjálfari Keflavíkur. „Við þurfum að skoða það. Ég og Jóhann erum saman í þessu ásamt Gunnari Magnúsi og við gerðum samning út tímabilið. Við þurfum svo að skoða í lok tímabilsins hvort að það sé áhugi til að halda áfram.“ Haukur Ingi segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn í dag. „Það hefur vantað gleði hjá okkur í síðustu leikjum og við sáum það í fyrri hálfleik í dag. En Valsararnir gáfu í í seinni hálfleik og fengu víti snemma. Ég held að það sé reyndar níunda eða tíunda vítið sem Keflavík fær á sig í sumar, sem er ótrúlegt.“ „Við sköllum svo í slá eftir að þeir komast yfir og það er saga sumarsins hvað okkur varða. Það voru þó jákvæðir punktar hjá liðinu en stóra málið er að við fengum þrjú mörk á okkur. Þá þurfum við að skora fjögur mörk til að fá eitthvað úr leiknum og það er bara of mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, segir það ekki rétt að stjórnarkosning í knattspyrnudeild félagsins hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. 13. september 2015 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45