Hátt í hundrað myndir í fullri lengd á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2015 17:00 Frá blaðamannafundi RIFF í dag. mynd / Dominik Swarska Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í tólfta sinn þann 24. september næstkomandi og mun standa til sunnudagsins 4. október. Sýningarstaðir að þessu sinni eru þeir sömu og í fyrra, Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna húsið og Tjarnarbíó. Lokamyndin Ófærð verður þá sýnd í Egilshöll. Opnunarmyndin Tale of Tales verður sýnd við sérstaka athöfn í Gamla bíó þann 24. september. Þá verður víðtæk dagskrá í Kópavogi, m.a. í Gerðasafni, Salnum og Bókasafni Kópavogs. Hátíðin er unnin í samvinnu og með stuðningi Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Media sjóðs Evrópusambandsins (Creative Europe). Þá nýtur hátíðin stuðnings fjölmargra fyrirtækja og sendiráða. Bakhjarlar RIFF í ár eru Ríkisútvarpið, Reykjavík Excursions, DHL og Norræna húsið.30 þúsund gestir Umfang hátíðarinnar hefur margfaldast frá upphafsárinu 2004. Undanfarin ár hafa hátt í 30.000 gestir sótt hátíðina árlega og starfa um 30 starfsmenn að henni þegar mest lætur en um 4 starfsmenn starfa að hátíðinni allan ársins hring. Þá taka um 100 sjálfboðaliðar þátt á meðan hátíð stendur. Markmið RIFF er eins og áður það sama. Að kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Að vekja umræðu og umtal um samfélagsleg málefni með heimi kvikmyndarinnar og að tengja saman íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk í samtal og samvinnu. RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðarkort, hana sækir bransafólk og túristar viðs vegar að úr heiminum. Allt frá drónahernaði, stjórnarskrárbreytingum í Zimbabwe, falli Berlínarmúrsins og þroskasögu unglings á Vestfjörðum. Á dagskrá hátíðarinnar eru hátt í 100 myndir í fullri lengd auk fjölmargra stuttmynda og einnar mínútu mynda. 12 myndir keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar Vitranir – sem inniheldur fyrsta og annað verk leikstjóra. Á hátíðinni eru einnig myndir eftir reynda þekkta leikstjóra, t.d. Peter Greenaway, Susan Bier. Alexander Sokurov og Bille August o.fl. 14 myndir í fullri lengd eru í flokknum Fyrir opnu hafi en þar er um að ræða myndir sem vakið hafa sérstaka athygli á kvikmyndahátíðum undanfarin misseri. Í flokknum Önnur framtíð keppa 10 heimildarmyndir sem taldar eru sérstaklega geta haft áhrif til góðs. Í heimildarmyndaflokki hátíðarinnar eru þá 26 myndir. Rúmlega 70% myndanna koma frá Evrópu en allt í allt eru myndir frá um 60 löndum á dagskrá hátíðarinnar. Sérstakur danskur fókus er á hátíðinni í ár og verða af því tilefni sýndar 8 nýjar danskar kvikmyndar auk sérstakrar frumsýningar á þáttunum Broen.Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi sérviðburða og Aude Busson.Mynd Dominik SwarskaLíkt og undanfarin ár verður íslenskur stuttmyndaflokkur þar sem besta íslenska stuttmyndin verður verðlaunuð úr hópi 16 mynda sem valdar voru til sýninga. Þá verður vönduð barnadagskrá á hátíðinni fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Sérstök barnakvikmyndahátíð verður haldin í Norræna húsinu dagana 26. til 28. september. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna er sérstakur kvennafókus á hátíðinni í ár. Þó nokkrar heimildarmyndir á hátíðinni í ár fjalla sérstaklega um málefni kvenna og við erum stolt af því að yfir 50 kvenleikstjórar koma að verkum í meginflokkum hátíðarinnar og eru kynjahlutföll því næsta jöfn þar. Verkefnið Stelpur filma er af þessu tilefni unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg en dagana 14. til 19. september verður haldið úti sérstakar vinnusmiðjur fyrir ungar stúlkur í kvikmyndagerð undir handleiðslu kvenna sem getið hafa sér gott orð í kvikmyndagerð.Flottir heiðursgestir Heiðursgestir hátíðarinnar að þessu sinni eru kanadíski leikstjórinn David Cronenberg og þýska leikstýran Margarethe von Trotta. Ásamt því að verk þeirra verða sýnd á hátíðinni munu þau sitja fyrir svörum eftir sýningu mynda og standa fyrir meistaraspjöllum fyrir áhugasama. Sýndar verða tvær myndir eftir Sólveigu Anspach, henni til heiðurs, sem féll frá fyrr á árinu. Þá verður staðið fyrir umræðum um höfundaverk hennar. Auk þessa verður yfir tugur sérviðburða á hátíðinni. Tvennir tónleikar, kvennauppistand um kvikmyndir, kvikmyndasýning og dáleiðsla, sjónræna matarveisla, sérsýning og tónleikar fyrir eldri borgara og margt fleira. Yfir hundrað erlendir gestir munu sækja hátíðina heim, bæði leikstjórar myndanna, framleiðendur, dreifingaraðilar og blaðamenn. Eins og undanfarin ár verða sérstakir Bransadagar á hátíðinni með sérstakri dagskrá fyrir okkar erlenda gesti, dagana 30. september til 3. október. Talent Lab verður á sínum stað en um 50 ungir kvikmyndagerðarmenn frá öllum heimshornum munu koma saman í Reykjavík til að sækja vinnusmiðjur og umræður, kynnast innbyrðis og sýna verk sín. Börkur Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður hefur yfirumsjón með verkefninu. Miðasala mun hefjast á morgun, þriðjudaginn 15. september á heimasíðu okkar www.riff.is. RIFF Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í tólfta sinn þann 24. september næstkomandi og mun standa til sunnudagsins 4. október. Sýningarstaðir að þessu sinni eru þeir sömu og í fyrra, Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna húsið og Tjarnarbíó. Lokamyndin Ófærð verður þá sýnd í Egilshöll. Opnunarmyndin Tale of Tales verður sýnd við sérstaka athöfn í Gamla bíó þann 24. september. Þá verður víðtæk dagskrá í Kópavogi, m.a. í Gerðasafni, Salnum og Bókasafni Kópavogs. Hátíðin er unnin í samvinnu og með stuðningi Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Media sjóðs Evrópusambandsins (Creative Europe). Þá nýtur hátíðin stuðnings fjölmargra fyrirtækja og sendiráða. Bakhjarlar RIFF í ár eru Ríkisútvarpið, Reykjavík Excursions, DHL og Norræna húsið.30 þúsund gestir Umfang hátíðarinnar hefur margfaldast frá upphafsárinu 2004. Undanfarin ár hafa hátt í 30.000 gestir sótt hátíðina árlega og starfa um 30 starfsmenn að henni þegar mest lætur en um 4 starfsmenn starfa að hátíðinni allan ársins hring. Þá taka um 100 sjálfboðaliðar þátt á meðan hátíð stendur. Markmið RIFF er eins og áður það sama. Að kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Að vekja umræðu og umtal um samfélagsleg málefni með heimi kvikmyndarinnar og að tengja saman íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk í samtal og samvinnu. RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðarkort, hana sækir bransafólk og túristar viðs vegar að úr heiminum. Allt frá drónahernaði, stjórnarskrárbreytingum í Zimbabwe, falli Berlínarmúrsins og þroskasögu unglings á Vestfjörðum. Á dagskrá hátíðarinnar eru hátt í 100 myndir í fullri lengd auk fjölmargra stuttmynda og einnar mínútu mynda. 12 myndir keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar Vitranir – sem inniheldur fyrsta og annað verk leikstjóra. Á hátíðinni eru einnig myndir eftir reynda þekkta leikstjóra, t.d. Peter Greenaway, Susan Bier. Alexander Sokurov og Bille August o.fl. 14 myndir í fullri lengd eru í flokknum Fyrir opnu hafi en þar er um að ræða myndir sem vakið hafa sérstaka athygli á kvikmyndahátíðum undanfarin misseri. Í flokknum Önnur framtíð keppa 10 heimildarmyndir sem taldar eru sérstaklega geta haft áhrif til góðs. Í heimildarmyndaflokki hátíðarinnar eru þá 26 myndir. Rúmlega 70% myndanna koma frá Evrópu en allt í allt eru myndir frá um 60 löndum á dagskrá hátíðarinnar. Sérstakur danskur fókus er á hátíðinni í ár og verða af því tilefni sýndar 8 nýjar danskar kvikmyndar auk sérstakrar frumsýningar á þáttunum Broen.Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi sérviðburða og Aude Busson.Mynd Dominik SwarskaLíkt og undanfarin ár verður íslenskur stuttmyndaflokkur þar sem besta íslenska stuttmyndin verður verðlaunuð úr hópi 16 mynda sem valdar voru til sýninga. Þá verður vönduð barnadagskrá á hátíðinni fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Sérstök barnakvikmyndahátíð verður haldin í Norræna húsinu dagana 26. til 28. september. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna er sérstakur kvennafókus á hátíðinni í ár. Þó nokkrar heimildarmyndir á hátíðinni í ár fjalla sérstaklega um málefni kvenna og við erum stolt af því að yfir 50 kvenleikstjórar koma að verkum í meginflokkum hátíðarinnar og eru kynjahlutföll því næsta jöfn þar. Verkefnið Stelpur filma er af þessu tilefni unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg en dagana 14. til 19. september verður haldið úti sérstakar vinnusmiðjur fyrir ungar stúlkur í kvikmyndagerð undir handleiðslu kvenna sem getið hafa sér gott orð í kvikmyndagerð.Flottir heiðursgestir Heiðursgestir hátíðarinnar að þessu sinni eru kanadíski leikstjórinn David Cronenberg og þýska leikstýran Margarethe von Trotta. Ásamt því að verk þeirra verða sýnd á hátíðinni munu þau sitja fyrir svörum eftir sýningu mynda og standa fyrir meistaraspjöllum fyrir áhugasama. Sýndar verða tvær myndir eftir Sólveigu Anspach, henni til heiðurs, sem féll frá fyrr á árinu. Þá verður staðið fyrir umræðum um höfundaverk hennar. Auk þessa verður yfir tugur sérviðburða á hátíðinni. Tvennir tónleikar, kvennauppistand um kvikmyndir, kvikmyndasýning og dáleiðsla, sjónræna matarveisla, sérsýning og tónleikar fyrir eldri borgara og margt fleira. Yfir hundrað erlendir gestir munu sækja hátíðina heim, bæði leikstjórar myndanna, framleiðendur, dreifingaraðilar og blaðamenn. Eins og undanfarin ár verða sérstakir Bransadagar á hátíðinni með sérstakri dagskrá fyrir okkar erlenda gesti, dagana 30. september til 3. október. Talent Lab verður á sínum stað en um 50 ungir kvikmyndagerðarmenn frá öllum heimshornum munu koma saman í Reykjavík til að sækja vinnusmiðjur og umræður, kynnast innbyrðis og sýna verk sín. Börkur Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður hefur yfirumsjón með verkefninu. Miðasala mun hefjast á morgun, þriðjudaginn 15. september á heimasíðu okkar www.riff.is.
RIFF Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira