Ætlar sér ekkert að reyna að toppa sjötugsafmælið enda ómögulegt Guðrún Ansnes skrifar 14. september 2015 10:30 Rannveig og Sverrir aldeilis ferðbúin, en þau ætla sér að ferðast um Suðurland í dag og láta stemninguna ráða för. Vísir/GVA Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira