Ætlar sér ekkert að reyna að toppa sjötugsafmælið enda ómögulegt Guðrún Ansnes skrifar 14. september 2015 10:30 Rannveig og Sverrir aldeilis ferðbúin, en þau ætla sér að ferðast um Suðurland í dag og láta stemninguna ráða för. Vísir/GVA Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag. Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag.
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira