Piers Handling gestur á RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. september 2015 07:30 Piers Handling, forstjóri Toronto-kvikmyndahátíðarinnar. Vísir/Getty Meðal gesta á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður Piers Handling, forstjóri Toronto-kvikmyndahátíðarinnar. „Það er náttúrulega mikil heiður og gaman. Hann er náttúrulega búin að stýra Torontohátíðinni í mörg ár og það verður gaman að fá svona stórlax til landsins. Hann er svona þungavigtarmaður í heimi kvikmyndanna," segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Handling bætist í hóp þeirra Arnauds Gourmelen sem er yfir flokknum Directors Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frederiks Boyer, listræns stjórnanda Tribeca-hátíðarinnar en Boyer er formaður dómnefndar í aðalflokk RIFF í ár, og Helgu Stephensen sem er fyrrverandi stjórnandi Toronto International Film Festival og heiðursformaður RIFF en hún hefur sótt hverja RIFF hátíð frá upphafi. Verða því fulltrúar fjögurra af tíu stærstu kvikmyndahátíðum í heimi á RIFF í ár. Af þessu tilefni hefur verið boðað til umræðna undir yfirskriftinni Að velja á kvikmyndahátíð og tekur Giorgio Cosetti, dagskrárstjóri RIFF og dagskrárstjóri Feneyjadaga á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, einnig þátt í umræðunum sem fara fram þann fyrsta október í Norræna húsinu og hefjast klukkan 12.00. Rætt verður um hlutverk og áhrif dagskrárstjóra á ferðalag kvikmynda um heiminn og hvaða þættir það eru sem móta það hlutverk. Líkt og Fréttablaðið greindi frá verður kanadíski leikstjórinn David Cronenberg heiðursgesur hátíðarinnar í ár og verður maraþonsýning á eldri hrollvekjum hans og einnig mun leikstjórinn sitja fyrir svörum í sérstöku meistaraspjalli. Annar heiðursgestur hátíðarinnar verður þýski leikstjórinn Margarethe Von Trotta og verða myndir hennar The Misplaced World, Rosenstrasse og Marianne and Julianne sýndar.RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar inn á Riff.is. Nóg verður um að vera og fjöldi fjölbreyttra viðburða. Í kvöld verður hitað upp fyrir hátíðina með kvikmyndakvissi, eða pub-quiz, á Lofti Hosteli og hefst það klukkan 20.00. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira
Meðal gesta á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður Piers Handling, forstjóri Toronto-kvikmyndahátíðarinnar. „Það er náttúrulega mikil heiður og gaman. Hann er náttúrulega búin að stýra Torontohátíðinni í mörg ár og það verður gaman að fá svona stórlax til landsins. Hann er svona þungavigtarmaður í heimi kvikmyndanna," segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Handling bætist í hóp þeirra Arnauds Gourmelen sem er yfir flokknum Directors Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frederiks Boyer, listræns stjórnanda Tribeca-hátíðarinnar en Boyer er formaður dómnefndar í aðalflokk RIFF í ár, og Helgu Stephensen sem er fyrrverandi stjórnandi Toronto International Film Festival og heiðursformaður RIFF en hún hefur sótt hverja RIFF hátíð frá upphafi. Verða því fulltrúar fjögurra af tíu stærstu kvikmyndahátíðum í heimi á RIFF í ár. Af þessu tilefni hefur verið boðað til umræðna undir yfirskriftinni Að velja á kvikmyndahátíð og tekur Giorgio Cosetti, dagskrárstjóri RIFF og dagskrárstjóri Feneyjadaga á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, einnig þátt í umræðunum sem fara fram þann fyrsta október í Norræna húsinu og hefjast klukkan 12.00. Rætt verður um hlutverk og áhrif dagskrárstjóra á ferðalag kvikmynda um heiminn og hvaða þættir það eru sem móta það hlutverk. Líkt og Fréttablaðið greindi frá verður kanadíski leikstjórinn David Cronenberg heiðursgesur hátíðarinnar í ár og verður maraþonsýning á eldri hrollvekjum hans og einnig mun leikstjórinn sitja fyrir svörum í sérstöku meistaraspjalli. Annar heiðursgestur hátíðarinnar verður þýski leikstjórinn Margarethe Von Trotta og verða myndir hennar The Misplaced World, Rosenstrasse og Marianne and Julianne sýndar.RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar nánar inn á Riff.is. Nóg verður um að vera og fjöldi fjölbreyttra viðburða. Í kvöld verður hitað upp fyrir hátíðina með kvikmyndakvissi, eða pub-quiz, á Lofti Hosteli og hefst það klukkan 20.00.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira