Hægt að hafa áhrif á samfélagið með einni mínútu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 20:27 Hallfríður Þóra ásamt samstarfskonu sinni, Aude Busson. Vísir/Hallfríður Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi. RIFF Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi.
RIFF Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira