Mannfall í mótmælum í Búrkína Fasó Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2015 18:09 Meðlimir lífvarðasveitarinnar standa vörð við forsetahöll Búrkína Fasó. Vísir/AFP Foringjar lífvarðarsveitar forsetans í Búrkína Fasó tóku völdin þar í landi í nótt. Hermennirnir hafa tekið yfir Ouagadougou, höfuðborg landsins og ráku starfandi ríkisstjórn og forseta frá völdum. Þeirri ríkisstjórn var ætlað að koma á kosningum eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, sagði af sér í fyrra vegna umfangsmikilla mótmæla. Hershöfðinginn Gilbert Diendere er sagður vera leiðtogi uppreisnarráðsins og segjast þeir ætla að halda friðsamar kosningar. Hann var náinn samstarfsmaður Compaore. Leiðtogi þingsins, Cheriff Sy, tilkynnti þó í dag að hann væri leiðtogi landsins og kallaði eftir því að íbúar myndu „rísa upp“ gegn valdaræningjunum. Þá hafa fregnir borist af því að meðlimir lífvarðarsveitarinnar hafi skotið á mótmælendur á götum Ouagadougou, höfuðborgar landsins. Minnst tíu eru sagðir látnir. Leiðtogar valdaránsins hafa sett á útgöngubann í nótt og lokað landamærum ríkisins, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Um leið og valdaránið var tilkynnt hófust mótmæli við forsetahöllina í Búrkína Fasó. Þar eru stjórnmálaleiðtogar landsins í haldi lífvarðarsveitarinnar. Bandaríkin, Afríkubandalagið og Frakkland hafa fordæmt valdaránið, en Búrkína Fasó var frönsk nýlenda allt til 1960 og er eitt fátækasta ríki heimsins. Búrkína Fasó Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Foringjar lífvarðarsveitar forsetans í Búrkína Fasó tóku völdin þar í landi í nótt. Hermennirnir hafa tekið yfir Ouagadougou, höfuðborg landsins og ráku starfandi ríkisstjórn og forseta frá völdum. Þeirri ríkisstjórn var ætlað að koma á kosningum eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, sagði af sér í fyrra vegna umfangsmikilla mótmæla. Hershöfðinginn Gilbert Diendere er sagður vera leiðtogi uppreisnarráðsins og segjast þeir ætla að halda friðsamar kosningar. Hann var náinn samstarfsmaður Compaore. Leiðtogi þingsins, Cheriff Sy, tilkynnti þó í dag að hann væri leiðtogi landsins og kallaði eftir því að íbúar myndu „rísa upp“ gegn valdaræningjunum. Þá hafa fregnir borist af því að meðlimir lífvarðarsveitarinnar hafi skotið á mótmælendur á götum Ouagadougou, höfuðborgar landsins. Minnst tíu eru sagðir látnir. Leiðtogar valdaránsins hafa sett á útgöngubann í nótt og lokað landamærum ríkisins, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Um leið og valdaránið var tilkynnt hófust mótmæli við forsetahöllina í Búrkína Fasó. Þar eru stjórnmálaleiðtogar landsins í haldi lífvarðarsveitarinnar. Bandaríkin, Afríkubandalagið og Frakkland hafa fordæmt valdaránið, en Búrkína Fasó var frönsk nýlenda allt til 1960 og er eitt fátækasta ríki heimsins.
Búrkína Fasó Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira