Norrænn samhljómur í bland við innilega sónötu eftir Brahms Magnús Guðmundsson skrifar 18. september 2015 10:30 Jóhannes Andreasen og Ármann Helgason Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“ Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira