Tíundi titilleikurinn hjá FH-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2015 09:00 Heimir Guðjónsson þekkir þessa stöðu vel. vísir/valli 352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitilinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú er eins og fyrir ári síðan, lið sem hefur komið mörgum mönnum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hinsvegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Blikar eiga því að margra mati aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna titilinn. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu fleiri stig en KR-liðið en FH-liðið getur unnið áttunda leikinn í röð í Kópavoginum á morgun. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálfan sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-inga spila því tíunda titilleik félagsins á Kópavogsvellinum klukkan 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar frá bæði þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörnunni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.graf/fréttablaðiðAð þessu sinni er aðstaðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titilinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og framundan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deildinni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslandsmeistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-ungar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titlinum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titilinn bæði 2009 og 2012 auk þess að liðið fékk góða hjálp frá Fram í lokaumferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári síðan missti FH-liðið hinsvegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en að Íslandsmeistaratitilinn 2015 er í höfn.vísir/stefánTitilleikir FH: 18. umferð 1989 - Tókst ekki 1 stigs forskot á KA Sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn18. umferð 2004 - Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV Jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn15. umferð 2005 - Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val Jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn16. umferð 2006 - Tókst ekki 7 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í uppbótartíma17. umferð 2006 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heimavelli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn17. umferð 2007 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Val Sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeistari í 20. sinn21. umferð 2009 - Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR Sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heimavelli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn19. umferð 2012 - Íslandsmeistarar 9 stiga forskot á ÍBV og KR Jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn22. umferð 2014 - Tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna Jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslandsmeistari í 1. sinn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti