Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. september 2015 09:00 Maður úr hópi mótmælenda gefst upp fyrir liðsmönnum lífvarðasveitarinnar. Nordicphotos/AFP Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila. Benín Búrkína Fasó Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila.
Benín Búrkína Fasó Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira