Fer eftir líferninu hvort hægt sé að lifa á peningunum í framtíðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 23:15 Jón Arnór á æfingu með íslenska landsliðinu í sumar. Vísir/Andri Marinó Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Enginn efi er í huga Jóns Arnórs að hann ætlar að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. Hvað hann ætli að gera er hann ekki jafnviss um. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis í tæp tuttugu ár segist hann ekki vera tungumálamaður. Eftir sex ár á Spáni segir hann spænskuna þó vera orðna góða. Það hafi þó tekið sinn tíma. Jón talar svo fína ensku en rússneska, ítalska og þýska er ekki til staðar þrátt fyrir dvöl í viðkomandi löndum. „Maður er svo alltaf með dönskuna,“ segir Jón og hlær. Atvinnumenn í fremstu röð geta þénað vel og spurningin vaknar hvort hann sé nógu vel stæður til að geta bara slappað af og spila golf. „Það fer eftir því hvernig maður lifir eftir ferilinn hvort maður geti lifað á þessum peningum sem maður á eða ekki. Ég hef samt engan áhuga á því að setjast í helgan stein,“ segir Jón Arnór. Hann sé alltof mikið fiðrildi til þess. Hann ætli vissulega að spila mikið golf. Forgjöfin stendur í 14 um þessar mundir og stendur í stað.Jón Arnór í leik með KR tímabilið 2008-2009. KR varð Íslandsmeistari en tapaði afar óvænt í bikarúrslitum gegn Stjörnunni.Vísir/VilhelmLært mikið í rekstri Kjöts og fisks „Ég spila ekki nógu mikið til að lækka mig mikið. En með golfinu er ég búinn að fjárfesta vel til framtíðar,“ segir körfuboltakappinn. Hann viti sem er að menn sem hætta í íþróttum eftir langan feril sakna keppninnar. Eitthvað skortir. „Golfið á eftir að hjálpa mér að aðlagast raunveruleikanum,“ segir Jón Arnór. Hann reiknar með að vera eitthvað viðloðandi körfuboltann en sér sig þó ekki fyrir sér sem þjálfara. „Ég hef áhuga á að starfa í hreyfingunni og atast í þessu úti í KR,“ segir kappinn. Hann hafi mikinn áhuga á þróun leikmanna, umboðsmennsku og vilji stækka gluggann fyrir íslenska leikmenn ytra með samböndum sínum og reynslu. Áhuginn á viðskiptum sé mikill og hann hafi þegar lært mikið í rekstri Kjöts og fisks með Pavel. Þar hafi hann kynnst leikreglunum og gæti vel ímyndað sér að vera með puttana í sambærilegum hlutum í framtíðinni.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Golf Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00