Umfjöllun og viðtöl Grindavík 2-7 Víkingur Ó. | Markasúpa þegar Víkingur Ó tryggði sér sæti í efstu deild Tryggvi Páll Tryggvason á Grindavíkurvelli skrifar 1. september 2015 21:45 Víkingar hafa unnið sjö leiki í röð í 1. deildinni. vísir/valli Víkingur Ólafsvík tryggði sér sigur í 1. deildinni og sæti í Pepsi-deildinni að ári þegar liðið vann stórsigur á lánlausu liði Grindavíkur. Lokatölur urðu 2-7, það var framherjinn Hrvoje Tokic sem hélt áfram upptekum hætti og sá um markaskorunina í kvöld. Skoraði Tokic fjögur mörk í leiknum í kvöld og er þar með kominn með 12 mörk í 7 leikjum. Geri aðrir betur. Það var í raun ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði að níu marka veislu eftir fyrstu 10 mínútur leiksins, hvað þá að Víkingur Ó. myndi skora sjö af þessum 9 mörkum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu ferðinni. Þeir uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar varnarmenn Ólsara gerðu sjaldséð mistök sem hleypti Óla Baldri Bjarnasyn í gegn. Víkingar voru ekki að spila neinn glimrandi bolta framan af en sóknarnýting þeirra var með eindæmum góð og þeir máttu varla komast að vítateig heimamanna án þess að skora mark. Í fyrri hálfleik áttu þeir fimm skot og fóru fjögur af þeim inn í markið. Það var Hrvoje Tokic, framherjinn öflugi sem gerði gæfumuninn og skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum. Annað markið hans í kvöld var rándýrt en hann vippaði yfir Majewski í markinu af 25 metra færi. Ansi laglega gert.Tokic lykillinn að sigurgöngu Ólsara Í hálfleik var staðan því 1-4 og leikurinn í raun búinn. Seinni hálfleikur spilaðist nánast alveg eins og sá síðari. Grindvíkingar héldu boltanum en gríðarlega þétt vörn Víkinga stöðvaði allt á meðan sóknar- og kantmenn þeirra hlupu hratt upp völlinn og keyrðu á vörn Grindvíkinga þegar boltinn vannst aftur. Tokic innsiglaði fernuna á 70. mínútu þegar hann skallaði inn góða fyrirgjöf frá William Dominguez da Silva og skoraði þar með sitt 12. mark í 7 leikjum fyrir Víkinga. Hefur hann gert gæfumuninn í ótrúlegri sigurgöngu Víkinga sem hefur tryggt þeim 1. deildartitilinn og sæti í Pepsi-deildinni að ári, liðið hefur ekki tapað stigi síðan 11. júlí. Síðan eru liðnir 8 leikir og liðið hefur nælt sér í 24 stig og skorað 28 mörk í leiðinni. Það voru því kampakátir Ólafsvíkingar sem fögnuðu sínum mönnum þegar Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins flautaði til leiksloka. Lokatölur urðu 2-7 í ótrúlegum leik. Ejub: Ég var með átta leikmenn í janúarEjub Purisevic var kamkakátur með sína menn sem trufluðu hann í miðju viðtali við blaðamann Vísis till þess að tollera hann. Hann segir að lykillinn að sigurgöngu sinna manna sé ekki endilega sóknarleikurinn, þrátt fyrir að liðið hafi skorað 28 mörk í undanförnum leikjum. Liðið hefur nefnilega bara fengið á sig 11 mörk í öllu mótinu. „Grunnurinn að því sem við erum að gera er vörnin. Við höfum lagt áherslu á hana og hún skiptir öllu máli. Vissulega er gott að vera með sóknarmann eins og Tokic sem færir okkur eitthvað sem okkur vantað framan af móti. Hann skorar ekki bara mörk heldur tekur menn í sig og er góður í spilinu. En vörnin er það sem hefur fært okkur sigur í þessu móti.“ Ejub segir að hópurinn sinn hafi verið ansi þunnur í vetur og þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Þeir hafi þó verið einstaklega heppnir með þá leikmenn sem þeir hafi fengið til liðs við sig. „Við vorum með átta leikmenn í futsal hérna í janúar. Við höfum verið mjög hepnir með þá leikmenn sem við fengum, bæði útlendingana sem og Íslendinga. Þeir smella allir inn í liðið og eru ekki bara góðir leikmenn heldur líka miklir karakterar utan vallar. Alllir útlendingar koma til Ólafsvíkur og eru að vinna ásamt því að spila með okkur. Það er ekkert vesen á neinum og allir gera sitt.“ Víkingar Ó. stóð sig hetjulega árið 2013 í Pepsi-deildinni en þurftu þó að sætta sig við fall. Ejub telur að þeir séu reynslunni ríkari og vonast til þess að halda í þann kjarna sem er til staðar núna. „Við vitum hvað við þurfum í Pepsi-deildinni. Við munum læra af veru okkar 2013 og vonandi getum við haldið í þessa leikmenn sem við höfum. Þetta er frábær hópur sem við erum með.“Tommy Nielsen: Stöngin út leikurÞað var niðurlútur þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við stórt tap gegn meisturum Víkinga Ó. Hann telur þó að 2-7 hafi ekki endilega verið sanngjörn niðurstaða. „Nei, mér fannst við að mörgu leyti spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir hinsvegar skora bara þegar þeir fara í sókn og það er kjaftshögg fyrir okkur. Þeir eru þéttir og það er erfitt að spila við þá. Í seinni hálfleik er leikurinn eiginlega búinn en hjá þeim er allt stöngin inn en hjá okkur stöngin út.“ Tommy segir að Víkingar séu verðskuldaðir meistarar en vildi ekki spá fyrir um hvort að Þróttarar eða KA-menn myndu fylgja þeim upp. Auðvitað eiga þeir þetta skilið. Mjög sterkt lið og þeir hafa verið mjög heppnir með þá leikmenn sem þeir fengu til liðs við sig. Það er mjög erfitt að spila við þá, þéttir í vörn og öflugir í sókn. KA-menn eiga erfiðari leiki eftir en Þróttarar en stundum er betra að eiga erfiða leiki eftir þegar mótið er að klárast. Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Víkingur Ólafsvík tryggði sér sigur í 1. deildinni og sæti í Pepsi-deildinni að ári þegar liðið vann stórsigur á lánlausu liði Grindavíkur. Lokatölur urðu 2-7, það var framherjinn Hrvoje Tokic sem hélt áfram upptekum hætti og sá um markaskorunina í kvöld. Skoraði Tokic fjögur mörk í leiknum í kvöld og er þar með kominn með 12 mörk í 7 leikjum. Geri aðrir betur. Það var í raun ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði að níu marka veislu eftir fyrstu 10 mínútur leiksins, hvað þá að Víkingur Ó. myndi skora sjö af þessum 9 mörkum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og stjórnuðu ferðinni. Þeir uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar varnarmenn Ólsara gerðu sjaldséð mistök sem hleypti Óla Baldri Bjarnasyn í gegn. Víkingar voru ekki að spila neinn glimrandi bolta framan af en sóknarnýting þeirra var með eindæmum góð og þeir máttu varla komast að vítateig heimamanna án þess að skora mark. Í fyrri hálfleik áttu þeir fimm skot og fóru fjögur af þeim inn í markið. Það var Hrvoje Tokic, framherjinn öflugi sem gerði gæfumuninn og skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum. Annað markið hans í kvöld var rándýrt en hann vippaði yfir Majewski í markinu af 25 metra færi. Ansi laglega gert.Tokic lykillinn að sigurgöngu Ólsara Í hálfleik var staðan því 1-4 og leikurinn í raun búinn. Seinni hálfleikur spilaðist nánast alveg eins og sá síðari. Grindvíkingar héldu boltanum en gríðarlega þétt vörn Víkinga stöðvaði allt á meðan sóknar- og kantmenn þeirra hlupu hratt upp völlinn og keyrðu á vörn Grindvíkinga þegar boltinn vannst aftur. Tokic innsiglaði fernuna á 70. mínútu þegar hann skallaði inn góða fyrirgjöf frá William Dominguez da Silva og skoraði þar með sitt 12. mark í 7 leikjum fyrir Víkinga. Hefur hann gert gæfumuninn í ótrúlegri sigurgöngu Víkinga sem hefur tryggt þeim 1. deildartitilinn og sæti í Pepsi-deildinni að ári, liðið hefur ekki tapað stigi síðan 11. júlí. Síðan eru liðnir 8 leikir og liðið hefur nælt sér í 24 stig og skorað 28 mörk í leiðinni. Það voru því kampakátir Ólafsvíkingar sem fögnuðu sínum mönnum þegar Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins flautaði til leiksloka. Lokatölur urðu 2-7 í ótrúlegum leik. Ejub: Ég var með átta leikmenn í janúarEjub Purisevic var kamkakátur með sína menn sem trufluðu hann í miðju viðtali við blaðamann Vísis till þess að tollera hann. Hann segir að lykillinn að sigurgöngu sinna manna sé ekki endilega sóknarleikurinn, þrátt fyrir að liðið hafi skorað 28 mörk í undanförnum leikjum. Liðið hefur nefnilega bara fengið á sig 11 mörk í öllu mótinu. „Grunnurinn að því sem við erum að gera er vörnin. Við höfum lagt áherslu á hana og hún skiptir öllu máli. Vissulega er gott að vera með sóknarmann eins og Tokic sem færir okkur eitthvað sem okkur vantað framan af móti. Hann skorar ekki bara mörk heldur tekur menn í sig og er góður í spilinu. En vörnin er það sem hefur fært okkur sigur í þessu móti.“ Ejub segir að hópurinn sinn hafi verið ansi þunnur í vetur og þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Þeir hafi þó verið einstaklega heppnir með þá leikmenn sem þeir hafi fengið til liðs við sig. „Við vorum með átta leikmenn í futsal hérna í janúar. Við höfum verið mjög hepnir með þá leikmenn sem við fengum, bæði útlendingana sem og Íslendinga. Þeir smella allir inn í liðið og eru ekki bara góðir leikmenn heldur líka miklir karakterar utan vallar. Alllir útlendingar koma til Ólafsvíkur og eru að vinna ásamt því að spila með okkur. Það er ekkert vesen á neinum og allir gera sitt.“ Víkingar Ó. stóð sig hetjulega árið 2013 í Pepsi-deildinni en þurftu þó að sætta sig við fall. Ejub telur að þeir séu reynslunni ríkari og vonast til þess að halda í þann kjarna sem er til staðar núna. „Við vitum hvað við þurfum í Pepsi-deildinni. Við munum læra af veru okkar 2013 og vonandi getum við haldið í þessa leikmenn sem við höfum. Þetta er frábær hópur sem við erum með.“Tommy Nielsen: Stöngin út leikurÞað var niðurlútur þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við stórt tap gegn meisturum Víkinga Ó. Hann telur þó að 2-7 hafi ekki endilega verið sanngjörn niðurstaða. „Nei, mér fannst við að mörgu leyti spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir hinsvegar skora bara þegar þeir fara í sókn og það er kjaftshögg fyrir okkur. Þeir eru þéttir og það er erfitt að spila við þá. Í seinni hálfleik er leikurinn eiginlega búinn en hjá þeim er allt stöngin inn en hjá okkur stöngin út.“ Tommy segir að Víkingar séu verðskuldaðir meistarar en vildi ekki spá fyrir um hvort að Þróttarar eða KA-menn myndu fylgja þeim upp. Auðvitað eiga þeir þetta skilið. Mjög sterkt lið og þeir hafa verið mjög heppnir með þá leikmenn sem þeir fengu til liðs við sig. Það er mjög erfitt að spila við þá, þéttir í vörn og öflugir í sókn. KA-menn eiga erfiðari leiki eftir en Þróttarar en stundum er betra að eiga erfiða leiki eftir þegar mótið er að klárast.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira