Ögrandi fegurð Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 10:30 Reykjavik Dance Festival og Lókal Splendour Stina Nyberg Schönheitsabend Florentina Holzinger og Vincent Riebeek Splendour var sýnt í Gamla bíói en í því dönsuðu höfundur þess og sex aðrir dansarar við tónlist Dave Clarke af plötunni Archive One. Harðrytma teknótónlistin var stillt í botn eins og á besta skemmtistað og svo lögðu dansararnir af stað í stuðið. Markmið danssköpunarinnar var einfalt. Könnuð skyldu tengsl hljóðs og hreyfinga og það hvað gerist ef tónlist er mætt í hreyfingu án túlkunar eða tjáningar. Það má segja að danshöfundurinn hafi náð markmiði sínu með stæl. Stemningin á dansgólfinu var mögnuð og dansararnir sýndu frábæra takta svo að verkið fær fjórar stjörnur til að taka með sér heim. Samkvæmt leikskrá var æfingaferlið fyrst og fremst fólgið í því að æfa sig daglega í því að dansa við tónlistina. Þannig var ekki verið að safna saman efni fyrir sýningu, eins og hefðbundið er, sem síðan yrði mótað heldur eingöngu verið að æfa sig í að dansa með frjálsri aðferð við ákveðna tónlist. Lýsing á æfingaferlinu og sýningin sjálf minntu á Giselle Höllu og Johns sem sýnt var á miðvikudagskvöldið í Borgarleikhúsinu. Gengið var út frá einföldum leikreglum, þær æfðar og svo framkvæmdar fyrir framan áhorfendur. Fyrir áhorfandann var sýningin því eins og að vera mættur á skemmtistað nema að maður mátti ekki dansa með heldur var boðið að slást í hóp ungu mannanna sem standa með áfengi í hendi fyrir utan dansgólfið og fylgjast með hinum dansa. En það er ekki eins gaman að horfa bara á, undirrituð saknaði þess úr Giselle að hugmyndin yrði tekin áfram og gerð að sterkara dansverki fyrst fólki var boðið að horfa en ekki taka þátt. Schönheitsabend var síðasta dansverkið sem boðið var upp. Það var sýnt í Tjarnarbíói á laugardagskvöldinu og auglýst sem ögrandi og ekki við hæfi barna vegna kynferðislegra skírskotana. Víst var verkið nógu kynferðislegt en á sama tíma fallegt og spurning hvort efni þess hefði ekki átt meira erindi til ungs fólks (kannski ekki barna) heldur en margt af því efni sem sá aldurshópur velur til áhorfs og snýst meira eða minna um andlegt og líkamlegt ofbeldi. Með tilvísanir í dansverkið Scheherazade eftir Mikael Fokine og líf listamanna eins og Vaslav Nijinsky, Anita Beber og Sebastian Droste, sem uppi voru í upphafi 20. aldar, velta höfundar verksins fyrir sér stöðu listamannsins í heimi þar sem sífellt er gengið lengra í því að ögra áhorfandanum, hugmyndum um nýja fagurfræði þar sem erótík, hryllingur og alsæla koma við sögu og hinni sífelldu spurningu um valdajafnvægi bæði í hinu stóra og hinu smáa. Verkið er fallega upp sett og notkun tónlistar mjög markviss. Samskipti dansaranna inni á sviðinu endurspegluðu hlýju og traust, ólíkt hefðbundinni nálgun á efnið sem þau fjalla um sem oft er sett í ofbeldisfullt samhengi. Meðferð þeirra á Scheherazade er mjög athyglisverð en þau taka kafla úr verkinu nánast beint upp en gefa honum þó alveg nýja vídd með því að leika sér með hugmyndir um kynhneigð og valdajafnvægi. Það sama má segja um tengingar við líf fólks eins og Nijinsky, sem var einn af þeim dönsurum hins vestræna heims sem voru í sem mestum metum þegar hann missti vitið aðeins rúmlega tvítugur. Hver voru áhrif listarinnar á þetta fólk sem nefnt hefur verið og hvernig hafði það að vera á sviðinu áhrif á persónulegt líf þess? Verkið var samt ekki skemmtilegt og upp komu spurningar um hvort maður nennti að taka þátt í þessu því sem áhorfandi er maður jú þátttakandi í ákveðnum leik. Fram í hugann koma spurningar eins og hvers vegna að nota gömul verk en ekki bara að semja sitt eigið til að koma skoðunum sínum á framfæri og hvers vegna að hafa þrjá svona ólíka þætti í verkinu, því þó að þeir hefðu efnislega tengingu þá vantaði sterkara samhengi. En verkið fær samt fjórar stjörnur vegna þess að þó að ég hafi verið orðin þreytt á því á meðan á því stóð þá kallaði það á sterk viðbrögð og miklar vangaveltur þegar út var komið. Sesselja G. MagnúsdóttirNiðurstaða: Tvær frumlegar og spennandi sýningar á flottri hátíð. Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Reykjavik Dance Festival og Lókal Splendour Stina Nyberg Schönheitsabend Florentina Holzinger og Vincent Riebeek Splendour var sýnt í Gamla bíói en í því dönsuðu höfundur þess og sex aðrir dansarar við tónlist Dave Clarke af plötunni Archive One. Harðrytma teknótónlistin var stillt í botn eins og á besta skemmtistað og svo lögðu dansararnir af stað í stuðið. Markmið danssköpunarinnar var einfalt. Könnuð skyldu tengsl hljóðs og hreyfinga og það hvað gerist ef tónlist er mætt í hreyfingu án túlkunar eða tjáningar. Það má segja að danshöfundurinn hafi náð markmiði sínu með stæl. Stemningin á dansgólfinu var mögnuð og dansararnir sýndu frábæra takta svo að verkið fær fjórar stjörnur til að taka með sér heim. Samkvæmt leikskrá var æfingaferlið fyrst og fremst fólgið í því að æfa sig daglega í því að dansa við tónlistina. Þannig var ekki verið að safna saman efni fyrir sýningu, eins og hefðbundið er, sem síðan yrði mótað heldur eingöngu verið að æfa sig í að dansa með frjálsri aðferð við ákveðna tónlist. Lýsing á æfingaferlinu og sýningin sjálf minntu á Giselle Höllu og Johns sem sýnt var á miðvikudagskvöldið í Borgarleikhúsinu. Gengið var út frá einföldum leikreglum, þær æfðar og svo framkvæmdar fyrir framan áhorfendur. Fyrir áhorfandann var sýningin því eins og að vera mættur á skemmtistað nema að maður mátti ekki dansa með heldur var boðið að slást í hóp ungu mannanna sem standa með áfengi í hendi fyrir utan dansgólfið og fylgjast með hinum dansa. En það er ekki eins gaman að horfa bara á, undirrituð saknaði þess úr Giselle að hugmyndin yrði tekin áfram og gerð að sterkara dansverki fyrst fólki var boðið að horfa en ekki taka þátt. Schönheitsabend var síðasta dansverkið sem boðið var upp. Það var sýnt í Tjarnarbíói á laugardagskvöldinu og auglýst sem ögrandi og ekki við hæfi barna vegna kynferðislegra skírskotana. Víst var verkið nógu kynferðislegt en á sama tíma fallegt og spurning hvort efni þess hefði ekki átt meira erindi til ungs fólks (kannski ekki barna) heldur en margt af því efni sem sá aldurshópur velur til áhorfs og snýst meira eða minna um andlegt og líkamlegt ofbeldi. Með tilvísanir í dansverkið Scheherazade eftir Mikael Fokine og líf listamanna eins og Vaslav Nijinsky, Anita Beber og Sebastian Droste, sem uppi voru í upphafi 20. aldar, velta höfundar verksins fyrir sér stöðu listamannsins í heimi þar sem sífellt er gengið lengra í því að ögra áhorfandanum, hugmyndum um nýja fagurfræði þar sem erótík, hryllingur og alsæla koma við sögu og hinni sífelldu spurningu um valdajafnvægi bæði í hinu stóra og hinu smáa. Verkið er fallega upp sett og notkun tónlistar mjög markviss. Samskipti dansaranna inni á sviðinu endurspegluðu hlýju og traust, ólíkt hefðbundinni nálgun á efnið sem þau fjalla um sem oft er sett í ofbeldisfullt samhengi. Meðferð þeirra á Scheherazade er mjög athyglisverð en þau taka kafla úr verkinu nánast beint upp en gefa honum þó alveg nýja vídd með því að leika sér með hugmyndir um kynhneigð og valdajafnvægi. Það sama má segja um tengingar við líf fólks eins og Nijinsky, sem var einn af þeim dönsurum hins vestræna heims sem voru í sem mestum metum þegar hann missti vitið aðeins rúmlega tvítugur. Hver voru áhrif listarinnar á þetta fólk sem nefnt hefur verið og hvernig hafði það að vera á sviðinu áhrif á persónulegt líf þess? Verkið var samt ekki skemmtilegt og upp komu spurningar um hvort maður nennti að taka þátt í þessu því sem áhorfandi er maður jú þátttakandi í ákveðnum leik. Fram í hugann koma spurningar eins og hvers vegna að nota gömul verk en ekki bara að semja sitt eigið til að koma skoðunum sínum á framfæri og hvers vegna að hafa þrjá svona ólíka þætti í verkinu, því þó að þeir hefðu efnislega tengingu þá vantaði sterkara samhengi. En verkið fær samt fjórar stjörnur vegna þess að þó að ég hafi verið orðin þreytt á því á meðan á því stóð þá kallaði það á sterk viðbrögð og miklar vangaveltur þegar út var komið. Sesselja G. MagnúsdóttirNiðurstaða: Tvær frumlegar og spennandi sýningar á flottri hátíð.
Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira