Íslendingar eftirbátar í meðferðarmálum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Dr. Stephanie S. Covington „Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira