Fótbolti

3000 íslenskum stuðningsmönnum hleypt út úr búrinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Afgirta hólfið má sjá uppi fyrir miðri mynd. Íslensku stuðningsmennirnir þrjú þúsund munu sitja í hólfunum þremur vinstra megin við hólfið.
Afgirta hólfið má sjá uppi fyrir miðri mynd. Íslensku stuðningsmennirnir þrjú þúsund munu sitja í hólfunum þremur vinstra megin við hólfið. Vísir/KTD
Töluverður fjöldi íslenskra stuðningsmanna safnaðist saman á Dam-torginu í Amsterdam í gær. Barið var á trommur og sungnir íslenskir stuðningssöngvar. Ölið flæddi en allir skemmtu sér með bros á vör. Reikna má með því að nokkur hundruð Íslendingar hafi litið við á torginu í gær.

Von er á því að um 3000 stuðningsmenn landsliðsisns mæti á torgið í dag áður en þeir skella sér á leikinn sem hefst klukkan 20:45 að staðartíma eða 18:45 að íslenskum tíma.

Sporvagn gengur beina leið frá torginu að Amsterdam-Arena en ljóst að ekki komast allir 3000 með sama vagninum. Því er vissara að vera nokkuð tímanlega í því til að missa ekki af fyrstu mínútum leiksins.

Stuðningsmenn Íslands verða í hólfum sem eru á annarri hæð í stúkunni á Amsterdam Arena. Athygli vekur að miðarnir eru ekki í hefðbundið hólf stuðningsmanna á útivelli sem er afgirt, í rauninni nokkurs konar búr, heldur hólfin til hliðar við „búrið“.

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, upplýsti blaðamenn um það að hollenska sambandið hefði verið gjafmilt og miðarnir sem KSÍ fengu væri fyrir utan búrið. Stuðningsmenn eru því ekki í horni heldur nær því að vera fyrir aftan annað markið.


Tengdar fréttir

Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag?

Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×