Sigurinn merkir að Ísland er komið með annan fótinn inn á EM í fótbolta en Íslendingar hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts karla í fótbolta áður.
Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, stýrði fagnaðarlátunum eins og hershöfðingi og mátti sjá gleðina hjá leikmönnum íslenska landsliðsins skína í gegn.
Myndbandið úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Jóhann Berg Guðmundsson tísti einnig myndbandi þar sem sést hvernig strákarnir ærast úr fögnuði.
Not a bad evening this was!! #NEDICE pic.twitter.com/7jxbl4VEgH
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) September 3, 2015