Rússar sagðir berjast í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 13:10 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. V'isir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira