Fótbolti

Benítez hafnaði Real Madrid árið 2009

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benítez og Perez þegar sá fyrrnefndi tók við stjórnvölunum á Bernabeu.
Benítez og Perez þegar sá fyrrnefndi tók við stjórnvölunum á Bernabeu. vísir/getty
Florentino Perez, stjóri Real Madrid, hefur gefið það út að hann vildi fá Rafael Benítez til að taka við liðinu sumarið 2009, en Benitez hafnaði þá tilboði Perez til að vera áfram hjá Liverpool.

Benítez, sem tók við Real Madrid í sumar, var boðinn stjórastaðan á Bernabeu fyrir sex árum síðan, en þáði ekki boðið. Ári síðar var hann svo rekinn frá Liverpool og hélt frá Englandi yfir til Ítalíu þar sem hann tók við Inter Milan.

„Ég hugsaði um hann 2009 og bað honum starfið. Hann get það ekki því hann hafði nýverið framlengt samning sinn við Liverpool og gat ekki yfirgefið þá. Benítez er Spánverji, hann er “a Madridista,” sagði Perez.

Real hefur einungis fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum, en þeir gerðu markalaust jafntefli við Sporting Gíjon í fyrsta leik. Það vakti mikla reiði margra stuðningsmanna Real, en forsetinn er fullviss um að hann hafi ráðið rétta manninn í starfið.

„Rafa er besti maðurinn í starfið á þessum tímapunkti. Hann þekkir kúlturinn, þekkir gildin og er frá þessu húis,” sagði forsetinn að lokum.

Manuel Pellegrini tók svo við Real Madrid þetta ár, en hann var ekki langlífur í starfinu. Hann stýrði liðinu einungis í eitt ár, áður en José Mourinho mætti og stýrði liðinu í þrjú ár þar á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×