Íslenska landsliðið í knattspyrnu teflir fram óbreyttu byrjunarliði frá 1-0 sigrinum á Hollandi á dögunum gegn Kasakstan í kvöld. Íslenska liðið þarf eitt stig til að gulltryggja sæti á lokakeppni EM í fyrsta sinn.
Þetta kemur fram á Fótbolti.net í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli.
Varnarlínan sem hefur staðið sig með prýði í undankeppninni hingað til og aðeins fengið á sig eitt mark er sú sama og fyrir aftan þá stendur Hannes Þór Halldórsson í markinu.
Á köntunum eru þeir Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson og á miðjunni eru það Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sem standa vaktina.
Jón Daði Böðvarsson heldur sætinu í byrjunarliði íslenska liðsins við hlið Kolbeins Sigþórssonar.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
Óbreytt byrjunarlið gegn Kasakstan
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Gunnar kveður og Stefán tekur við
Handbolti



Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Körfubolti




Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Fótbolti
