Til hamingju og takk fyrir skutlið Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun