Niko Kovac var í dag rekinn úr starfi þjálfara króatíska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hafa aðeins nælt í eitt stig gegn Noregi og Aserbaídjan í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi sem fer fram næsta sumar.
Kovac entist tæplega tvö ár í starfi en hann tók við liðinu í október 2013. Var fyrsta verkefni hans leikir gegn Íslandi í umspili upp á sæti á HM í Brasilíu 2014 en Króatía vann einvígið gegn Íslandi samanlagt 2-0.
Króatía var fyrir nýafstaðna umferð á toppi H-riðilsins með 14 stig en tapið gegn Noregi og jafnteflið gegn Aserbaidjan þýðir að liðið er komið í 3. sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Liðið gæti þó enn misst eitt stig til viðbótar eftir að evrópska knattspyrnusambandið ákvað að taka stig af Króatíu eftir að hakakross sást í grasinu á vellinum þar sem leikur liðanna fór fram í undankeppninni.
Króatar kærðu ákvörðun knattspyrnusambandsins en málið fer fyrir dóm þann 17. september næstkomandi.
