Forval í kjöri á bíl ársins ljóst Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:10 Peugeot 308 var valinn bíll ársins á Íslandi í fyrra. Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplingar komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplingar komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent