Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 24. ágúst 2015 21:00 Kristinn Ingi skoraði í fyrri leik liðanna. vísir/anton Valur er kominn aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla eftir sannfærandi 4-2 sigur á Fylki á Laugardalsvelli. Valsmenn höfðu leikið fjóra deildarleiki í röð án sigurs og beðið eftir sigri í rúman mánuð. Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í fyrri hálfleik sem var að mestu eign Valsmanna. Fylkismenn kvörtuðu þó sáran undan dómgæslu velska dómarans Iwan Griffith og fékk Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, að líta rauða spjaldið. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði svo eftir sendingu Pedersen á 53. mínútu áður en Ásgeir Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Fylki. Einar Karl Ingvarsson skoraði svo fjórða mark Vals með glæsilegu skoti utan teigs áður en Ásgeir skoraði öðru sinni fyrir Fylki eftir mistök varamarkvarðins Antons Ara Einarssonar. Fylkismenn hafa lagt áherslu á sterkan varnarleik eftir að Hermann tók við og var ekki annað að sjá á liðinu framan af leik að það ætlaði að spila stífan varnarleik og stóla á skyndisóknir og föst leikatriði. Pedersen náði hins vegar að setja stórt strik í áætlanir Fylkismanna strax á áttundu mínútu er hann skoraði fallegt mark, beint úr aukaspyrnu. Fylkismenn voru hins vegar ósáttir við aukaspyrnuna sem velski dómarinn Iwan Griffith dæmdi og var það ekki í fyrsta sinn sem Árbæingar mótmæltu frammistöðu hans í leiknum. Valsmenn stjórnuðu leiknum áfram og héldu áfram að herja á Fylkisvörnina með hverri sókninni á fætur annarri. Gunnar Gunnarsson var þó næstum búinn að gefa Árbæingum mark í stöðunni 1-0 en Albert Ingason fór illa að ráði sínu gegn Ingvari Kale í markinu. Ingvar fór svo meiddur af velli í hálfleik. Stuttu eftir færi Alberts vildu Fylksimenn fá víti er Haukur Páll Sigurðsson virtist ýta við Tonci Radovinkovic í teig Valsmanna en Griffith dæmdi ekkert. Valsmenn héldu í sókn, Daði Ólafsson braut á Sigurði Agli Lárusson og í þetta sinn dæmdi Griffiths víti. Þetta reyndist of mikið fyrir Hermann, sem nokkrum mínútum áður hafði mótmælt dómgæslu Griffith. Hann sparkaði í vatnsbrúsa með miklum tilþrifum og fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið. Pedersen komst svo nálægt því að bæta þriðja markinu við er hann slapp í gegn í lok fyrri hálfleiks en varð að láta sér nægja að leggja upp mark fyrir Kristin Inga Halldórsson á áttundu mínútu síðari hálfleiks eftir fallega sókn Valsmanna. Markið gerði í raun endanlega út um vonir Fylkismanna, sem náðu þó að minnka muninn með skallamarki Ásgeirs Eyþórssonar eftir hornspyrnu. Albert hafði skömmu áður illa farið með gott færi. Glæsimark Einars Karls stráði svo salti í sári Fylkismanna og breyttu litlu þó svo að Ásgeir hafi skorað öðru sinni fyrir Fylki. Leikurinn leystist algjörlega upp etir þetta. Nokkur gul spjöld fóru á loft á lokamínútunum en leikmenn sluppu þó við það rauða. Sigur Vals var fyllilega verðskuldaður og liðið spilaði sinn besta leik í deildinni í rúman mánuð. Mikilvægi Patrick Pedersen er gríðarlega mikið fyrir Val en mörkin hans tvö í fyrri hálfleik sem og stoðsendingin sem bjó til þriðja markið var nóg til að rota Árbæinga. Fylkismönnum hafði gengið ágætlega að spila gegn sterkari liðum á útivelli en kolféllu á prófinu í dag. Miðja liðsins var yfirspiluð auk þess sem að leikmenn létu mótlætið fara illa með sig á löngum köflum. Árbæinga skortir enn stöðugleika sem liðið hefur leitað að í allt sumar en úrslit síðustu leikja verða að teljast vonbrigði fyrir Fylkismenn enda liðið aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Liðið hefur upp á lítið að spila í síðustu umferðunum nema stoltið.Ólafur: Fylkismenn misstu hausinn Ólafur Jóhannesson segir að hans menn hafi vonandi náð að segja skilið við bikarkeppnina með sannfærandi 4-2 sigri á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Við vorum betri allan tímann og höfðum góða stjórn á leiknum. Þetta voru frábær þrjú stig,“ sagði Ólafur. Patrick Pedersen átti frábæran leik, skoraði tvö og lagði upp eitt. „Ég hef sagt það áður. Hann er frábær fótboltamaður og okkur munar um hann.“ Fylkismenn kvörtuðu undan frammistöðu velska dómarans sem dæmdi leikinn en Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn af velli í fyrri hálfleik. „Mér fannst dómgæslan fín í þessum leik. Þeir ætluðu greina að sparka okkur niður og spila fast á okkur. Þá fá þeir eitthvað á sig í staðinn - spjöld og vitleysu.“ „Ég vil meina að þeir hafi misst hausinn,“ sagði Ólafur enn fremur. Ólafur segir að Valsmenn hafi verið í basli í deildinni að undanförnu enda liðið ekki unnið deildarleik í rúman mánuð þar til í kvöld. „Við höfum verið í vandræðum síðan við tryggðum okkur sætið í bikarúrslitunum. En vonandi erum við búnir að ýta bikarkeppninni til hliðar í bili að minnsta kosti svo við getum klárað þetta mót eins og menn.“ „Það er oft þannig þegar menn sem hafa ekki unnið mikið á ferlinum það verður ákveðið spennufall í liðinu við stóra sigra. Það getur verið erfitt að ná mönnum aftur upp en við sýndum í dag að við ætlum að halda áfram.“ Hann segir markmiðið ljóst fyrir framhaldið. „Við ætlum að halda áfram að safna stigum og koma okkur einu sæti ofar í töflunni.“Jóhannes Karl: Ætlum að vinna áfram í okkar málum Jóhannes Karl Guðjónsson vildi ekki skella skuldinni á dómara leiksins eftir 4-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. „Valsararnir eru með hörkulið og við reyndum að stoppa þá. Það gekk þokkalega framan af en þeir gerðu vel í þessu víti sem þeir fengu sem og aukaspyrnunni,“ sagði hann og vísaði til aðdraganda fyrstu tveggja marka Vals í leiknum. „Það er svo alltaf spurning með þessi vafaatriði. Mér fannst þetta ekki vera brot þegar hann dæmir aukaspyrnu [fyrir fyrsta mark Vals] en þetta er alltaf víti.“ „Að sama skapi fannst mér að við áttum að fá víti skömmu áður en þeir fá sitt þegar það var ýtt í bakið á okkar manni. En svona er þetta bara.“ Hann segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið þokkalegur af hálfu Fylkis. „En þeir náðu bara að skora þessi mörk sem skipti máli og það var erfitt að ætla að vinna þann mun upp í seinni hálfleik.“´ Jóhannes Karl vildi ekki skella skuldinni á frammistöðu velska dómarans. „Hann var örugglega að reyna sitt besta og auðvitað vill maður að vafaatriðin falli með manni. Hann var bara ágætur, þessi dómari.“ Fylkismenn hefur vantað stöðugleika í deildinni í sumar að mati Jóhannesar Karls og því hafi úrslit kvöldsins verið vonbrigði. „Við vitum að við getum spilað fínan fótbolta og getum varist vel. Við ætlum að vinna í þessum málum út tímabilið og vonandi getum við lagað það sem þarf að laga.“Reynir: Aukaspyrnan ódýr Reynir Leósson, aðstoðarþjálfari Fylkis, sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik í kvöld enda fékk þjálfarinn Hermann Hreiðarsson að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik er Fylkir tapaði fyrir Val, 4-2. „Við ætluðum að nálgast Valsmennina í kvöld en fengum á okkur fjögur mörk og töpuðum leiknum. Það er auðvitað allt of mikið og afar svekkjandi,“ sagði Reynir. „Ég gef þó mönnum hrós fyrir að halda áfram að sækja á þá og reyna að jafna þennan leik. Við skorum tvö mörk en það var ekki nóg.“ Aukaspyrnumark Patrick Pedersen í upphafi leiks breytti miklu fyrir gang leiksins að mati Reynis. „Mér fannst þetta vera ansi ódýr aukaspyrna sem þeir fengu. Maður situr reyndar ansi langt frá hér á Laugardalsvellinum og maður leyfir því dómaranum að njóta vafans eins og er.“ „Patrick Pedersen skorar svo með góðu skoti en ég veit ekki hvort að markvörðurinn okkar hefði getað gert betur.“ Fylkismenn fengu svo annað mark á sig úr vítaspyrnu aðeins mínútu eftir að hafa sjálfir beðið um vítaspyrnu hinum megin á vellinum. „Ég held að við getum ekki kennt dómaranum um en auðvitað voru þetta stór atvik. Við vildum fá víti þegar það var keyrt aftan í króatíska miðvörðinn okkar en tek það þó fram að ég tel að vítið sem við fengum á okkur hafi verið réttur dómur.“ „Stundum fellur þetta með manni og stundum ekki. En við héldum þó áfram og reyndum eins og við gátum.“ Kolbeinn Finnsson spilaði allan leikinn fyrir Fylki í dag en hann er fæddur árið 1999. „Hann er þroskaður strákur, bæði líkamlega og andlega. Hann byrjaði mjög vel í leiknum en átti erfitt uppdráttar þegar leið á leikinn eins og aðrir í liðinu, enda slitnaði það nokkuð í sundur. En mér fannst hann komast afar vel frá þessu.“Pedersen: Reifst við Einar Karl um aukaspyrnuna Patrick Pedersen átti stórleik fyrir Val gegn Fylki í kvöld - skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-2 sigri. „Ég var ekki með síðast þar sem ég fann nokkuð fyrir fætinum þá. En ég fékk þrjá daga í hvíld og fann ekki fyrir verkjum í dag,“ sagði hann. „En svo fékk ég högg á hina löppina eftir um fimmtán mínútur þannig að þetta verður bara ekkert betra,“ sagði hann í léttum dúr. Patrick vonast til að vera með Val í síðustu fimm leikjum tímabilsins. „Við verðum bara að sjá til. Ég stefni að því að minnsta kosti.“ Hann segir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gegn Fylki. Liðið hafi spilað vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Patrick skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og það gaf tóninn. „Ég var með sjálfstraustið í lagi og eftir að hafa rifist aðeins við Einar um hver ætti að taka þetta var ákveðið að ég myndi taka hana. Það fór vel,“ sagði hann og hló. Patrick vonast til þess að hafa sett pressu á liðin fyrir ofan Val í deildinni með sigrinum í kvöld. „Nú eru þrjú stig í KR sem spilar á morgun. Við sjáum bara til.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Valur er kominn aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla eftir sannfærandi 4-2 sigur á Fylki á Laugardalsvelli. Valsmenn höfðu leikið fjóra deildarleiki í röð án sigurs og beðið eftir sigri í rúman mánuð. Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í fyrri hálfleik sem var að mestu eign Valsmanna. Fylkismenn kvörtuðu þó sáran undan dómgæslu velska dómarans Iwan Griffith og fékk Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, að líta rauða spjaldið. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði svo eftir sendingu Pedersen á 53. mínútu áður en Ásgeir Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Fylki. Einar Karl Ingvarsson skoraði svo fjórða mark Vals með glæsilegu skoti utan teigs áður en Ásgeir skoraði öðru sinni fyrir Fylki eftir mistök varamarkvarðins Antons Ara Einarssonar. Fylkismenn hafa lagt áherslu á sterkan varnarleik eftir að Hermann tók við og var ekki annað að sjá á liðinu framan af leik að það ætlaði að spila stífan varnarleik og stóla á skyndisóknir og föst leikatriði. Pedersen náði hins vegar að setja stórt strik í áætlanir Fylkismanna strax á áttundu mínútu er hann skoraði fallegt mark, beint úr aukaspyrnu. Fylkismenn voru hins vegar ósáttir við aukaspyrnuna sem velski dómarinn Iwan Griffith dæmdi og var það ekki í fyrsta sinn sem Árbæingar mótmæltu frammistöðu hans í leiknum. Valsmenn stjórnuðu leiknum áfram og héldu áfram að herja á Fylkisvörnina með hverri sókninni á fætur annarri. Gunnar Gunnarsson var þó næstum búinn að gefa Árbæingum mark í stöðunni 1-0 en Albert Ingason fór illa að ráði sínu gegn Ingvari Kale í markinu. Ingvar fór svo meiddur af velli í hálfleik. Stuttu eftir færi Alberts vildu Fylksimenn fá víti er Haukur Páll Sigurðsson virtist ýta við Tonci Radovinkovic í teig Valsmanna en Griffith dæmdi ekkert. Valsmenn héldu í sókn, Daði Ólafsson braut á Sigurði Agli Lárusson og í þetta sinn dæmdi Griffiths víti. Þetta reyndist of mikið fyrir Hermann, sem nokkrum mínútum áður hafði mótmælt dómgæslu Griffith. Hann sparkaði í vatnsbrúsa með miklum tilþrifum og fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið. Pedersen komst svo nálægt því að bæta þriðja markinu við er hann slapp í gegn í lok fyrri hálfleiks en varð að láta sér nægja að leggja upp mark fyrir Kristin Inga Halldórsson á áttundu mínútu síðari hálfleiks eftir fallega sókn Valsmanna. Markið gerði í raun endanlega út um vonir Fylkismanna, sem náðu þó að minnka muninn með skallamarki Ásgeirs Eyþórssonar eftir hornspyrnu. Albert hafði skömmu áður illa farið með gott færi. Glæsimark Einars Karls stráði svo salti í sári Fylkismanna og breyttu litlu þó svo að Ásgeir hafi skorað öðru sinni fyrir Fylki. Leikurinn leystist algjörlega upp etir þetta. Nokkur gul spjöld fóru á loft á lokamínútunum en leikmenn sluppu þó við það rauða. Sigur Vals var fyllilega verðskuldaður og liðið spilaði sinn besta leik í deildinni í rúman mánuð. Mikilvægi Patrick Pedersen er gríðarlega mikið fyrir Val en mörkin hans tvö í fyrri hálfleik sem og stoðsendingin sem bjó til þriðja markið var nóg til að rota Árbæinga. Fylkismönnum hafði gengið ágætlega að spila gegn sterkari liðum á útivelli en kolféllu á prófinu í dag. Miðja liðsins var yfirspiluð auk þess sem að leikmenn létu mótlætið fara illa með sig á löngum köflum. Árbæinga skortir enn stöðugleika sem liðið hefur leitað að í allt sumar en úrslit síðustu leikja verða að teljast vonbrigði fyrir Fylkismenn enda liðið aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Liðið hefur upp á lítið að spila í síðustu umferðunum nema stoltið.Ólafur: Fylkismenn misstu hausinn Ólafur Jóhannesson segir að hans menn hafi vonandi náð að segja skilið við bikarkeppnina með sannfærandi 4-2 sigri á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Við vorum betri allan tímann og höfðum góða stjórn á leiknum. Þetta voru frábær þrjú stig,“ sagði Ólafur. Patrick Pedersen átti frábæran leik, skoraði tvö og lagði upp eitt. „Ég hef sagt það áður. Hann er frábær fótboltamaður og okkur munar um hann.“ Fylkismenn kvörtuðu undan frammistöðu velska dómarans sem dæmdi leikinn en Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn af velli í fyrri hálfleik. „Mér fannst dómgæslan fín í þessum leik. Þeir ætluðu greina að sparka okkur niður og spila fast á okkur. Þá fá þeir eitthvað á sig í staðinn - spjöld og vitleysu.“ „Ég vil meina að þeir hafi misst hausinn,“ sagði Ólafur enn fremur. Ólafur segir að Valsmenn hafi verið í basli í deildinni að undanförnu enda liðið ekki unnið deildarleik í rúman mánuð þar til í kvöld. „Við höfum verið í vandræðum síðan við tryggðum okkur sætið í bikarúrslitunum. En vonandi erum við búnir að ýta bikarkeppninni til hliðar í bili að minnsta kosti svo við getum klárað þetta mót eins og menn.“ „Það er oft þannig þegar menn sem hafa ekki unnið mikið á ferlinum það verður ákveðið spennufall í liðinu við stóra sigra. Það getur verið erfitt að ná mönnum aftur upp en við sýndum í dag að við ætlum að halda áfram.“ Hann segir markmiðið ljóst fyrir framhaldið. „Við ætlum að halda áfram að safna stigum og koma okkur einu sæti ofar í töflunni.“Jóhannes Karl: Ætlum að vinna áfram í okkar málum Jóhannes Karl Guðjónsson vildi ekki skella skuldinni á dómara leiksins eftir 4-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. „Valsararnir eru með hörkulið og við reyndum að stoppa þá. Það gekk þokkalega framan af en þeir gerðu vel í þessu víti sem þeir fengu sem og aukaspyrnunni,“ sagði hann og vísaði til aðdraganda fyrstu tveggja marka Vals í leiknum. „Það er svo alltaf spurning með þessi vafaatriði. Mér fannst þetta ekki vera brot þegar hann dæmir aukaspyrnu [fyrir fyrsta mark Vals] en þetta er alltaf víti.“ „Að sama skapi fannst mér að við áttum að fá víti skömmu áður en þeir fá sitt þegar það var ýtt í bakið á okkar manni. En svona er þetta bara.“ Hann segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið þokkalegur af hálfu Fylkis. „En þeir náðu bara að skora þessi mörk sem skipti máli og það var erfitt að ætla að vinna þann mun upp í seinni hálfleik.“´ Jóhannes Karl vildi ekki skella skuldinni á frammistöðu velska dómarans. „Hann var örugglega að reyna sitt besta og auðvitað vill maður að vafaatriðin falli með manni. Hann var bara ágætur, þessi dómari.“ Fylkismenn hefur vantað stöðugleika í deildinni í sumar að mati Jóhannesar Karls og því hafi úrslit kvöldsins verið vonbrigði. „Við vitum að við getum spilað fínan fótbolta og getum varist vel. Við ætlum að vinna í þessum málum út tímabilið og vonandi getum við lagað það sem þarf að laga.“Reynir: Aukaspyrnan ódýr Reynir Leósson, aðstoðarþjálfari Fylkis, sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik í kvöld enda fékk þjálfarinn Hermann Hreiðarsson að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik er Fylkir tapaði fyrir Val, 4-2. „Við ætluðum að nálgast Valsmennina í kvöld en fengum á okkur fjögur mörk og töpuðum leiknum. Það er auðvitað allt of mikið og afar svekkjandi,“ sagði Reynir. „Ég gef þó mönnum hrós fyrir að halda áfram að sækja á þá og reyna að jafna þennan leik. Við skorum tvö mörk en það var ekki nóg.“ Aukaspyrnumark Patrick Pedersen í upphafi leiks breytti miklu fyrir gang leiksins að mati Reynis. „Mér fannst þetta vera ansi ódýr aukaspyrna sem þeir fengu. Maður situr reyndar ansi langt frá hér á Laugardalsvellinum og maður leyfir því dómaranum að njóta vafans eins og er.“ „Patrick Pedersen skorar svo með góðu skoti en ég veit ekki hvort að markvörðurinn okkar hefði getað gert betur.“ Fylkismenn fengu svo annað mark á sig úr vítaspyrnu aðeins mínútu eftir að hafa sjálfir beðið um vítaspyrnu hinum megin á vellinum. „Ég held að við getum ekki kennt dómaranum um en auðvitað voru þetta stór atvik. Við vildum fá víti þegar það var keyrt aftan í króatíska miðvörðinn okkar en tek það þó fram að ég tel að vítið sem við fengum á okkur hafi verið réttur dómur.“ „Stundum fellur þetta með manni og stundum ekki. En við héldum þó áfram og reyndum eins og við gátum.“ Kolbeinn Finnsson spilaði allan leikinn fyrir Fylki í dag en hann er fæddur árið 1999. „Hann er þroskaður strákur, bæði líkamlega og andlega. Hann byrjaði mjög vel í leiknum en átti erfitt uppdráttar þegar leið á leikinn eins og aðrir í liðinu, enda slitnaði það nokkuð í sundur. En mér fannst hann komast afar vel frá þessu.“Pedersen: Reifst við Einar Karl um aukaspyrnuna Patrick Pedersen átti stórleik fyrir Val gegn Fylki í kvöld - skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-2 sigri. „Ég var ekki með síðast þar sem ég fann nokkuð fyrir fætinum þá. En ég fékk þrjá daga í hvíld og fann ekki fyrir verkjum í dag,“ sagði hann. „En svo fékk ég högg á hina löppina eftir um fimmtán mínútur þannig að þetta verður bara ekkert betra,“ sagði hann í léttum dúr. Patrick vonast til að vera með Val í síðustu fimm leikjum tímabilsins. „Við verðum bara að sjá til. Ég stefni að því að minnsta kosti.“ Hann segir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gegn Fylki. Liðið hafi spilað vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Patrick skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og það gaf tóninn. „Ég var með sjálfstraustið í lagi og eftir að hafa rifist aðeins við Einar um hver ætti að taka þetta var ákveðið að ég myndi taka hana. Það fór vel,“ sagði hann og hló. Patrick vonast til þess að hafa sett pressu á liðin fyrir ofan Val í deildinni með sigrinum í kvöld. „Nú eru þrjú stig í KR sem spilar á morgun. Við sjáum bara til.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti