Leikmaður Hattar látinn fara vegna kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2015 15:15 Ægismenn eftir sigurinn á Hetti. mynd/heimasíða ægis Búlgaríski sóknarmaðurinn Georgi Stefanov hefur verið látinn fara frá Hetti á Egilsstöðum vegna kynþóttafordóma sem hann var með í garð Brentons Muhammed, markmanns Ægis.Austurfrétt greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu frá Hetti rekstrarfélagi. Atvikið átti sér stað í leik Hattar og Ægis á Vilhjálmsvelli í 17. umferð 2. deildar karla á laugardaginn. Ægismenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.Austurfrétt greindi fyrst frá því að Stefanov hafi í tvígang kallað Muhammed apa. Kynþáttafordómarnir fóru framhjá dómaratríóinu og áhorfendum en leikmenn og varamenn liðanna urðu þeirra varir. Er fram kemur í yfirlýsingunni hefur Stefanov játað brot sitt og veit upp á sig skömmina. Og sökum alvarleika brotsins hefur verið ákveðið að láta Stefanov fara frá Hetti en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar. Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu. Virðingarfyllst, Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Búlgaríski sóknarmaðurinn Georgi Stefanov hefur verið látinn fara frá Hetti á Egilsstöðum vegna kynþóttafordóma sem hann var með í garð Brentons Muhammed, markmanns Ægis.Austurfrétt greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu frá Hetti rekstrarfélagi. Atvikið átti sér stað í leik Hattar og Ægis á Vilhjálmsvelli í 17. umferð 2. deildar karla á laugardaginn. Ægismenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.Austurfrétt greindi fyrst frá því að Stefanov hafi í tvígang kallað Muhammed apa. Kynþáttafordómarnir fóru framhjá dómaratríóinu og áhorfendum en leikmenn og varamenn liðanna urðu þeirra varir. Er fram kemur í yfirlýsingunni hefur Stefanov játað brot sitt og veit upp á sig skömmina. Og sökum alvarleika brotsins hefur verið ákveðið að láta Stefanov fara frá Hetti en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar. Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu. Virðingarfyllst, Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti