Houston Rockets hefur gert nýjan samning við bakvörðinn Jason Terry.
Hinn 37 ára gamli Terry býr yfir mikilli reynslu en næsta tímabil verður hans sautjánda í NBA-deildinni.
Terry lék lengst af með öðru Texas-liði, Dallas Mavericks, en hann varð meistari með því árið 2011.
Terry, sem var valinn sjötti leikmaður ársins 2009, yfirgaf Dallas 2012 og spilaði svo með Boston og Brooklyn Nets áður en hann samdi við Houston fyrir síðasta tímabil.
Terry var með 7,0 stig, 1,6 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrra en hann hitti úr 39% þriggja stiga skota sinna. Aðeins tveir leikmenn (Ray Allen og Reggie Miller) hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Terry í sögu NBA-deildarinnar.
Houston vann 56 leiki í fyrra og komst alla í leið úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir verðandi meisturum Golden State Warriors.
Reynslubolti semur aftur við Houston Rockets
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Völdu þann leikmann í Bestu deildinni sem er líkastur þeim sjálfum
Íslenski boltinn


„Þær gerðu vel á móti vindi“
Fótbolti


