Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs liðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Norður-Írum.
Þetta eru leikir í undankeppni EM 2017. Leikirnir fara fram 5. og 8. september. Fyrri leikurinn gegn Frökkum verður leikinn á Kópavogsvelli en seinni leikurinn fer fram á Fylkisvelli.
Ísland hefur þegar spilað einn leik í riðlinum og sá leikur vannst, 3-0, gegn Makedóníu.
Tveir nýliðar eru í hópnum. Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson frá Fylki og Haukamaðurinn Björgvin Stefánsson.
Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson - Nordsjælland (12)
Frederik Albrecht Schram - Vestsjælland (2)
Ólafur Íshólm Ólafsson - Fylkir (0)
Aðrir leikmenn:
Orri Sigurður Ómarsson - Val (12)
Hjörtur Hermannsson - PSV (9)
Árni Vilhjálmsson - Lilleström (6)
Aron Elís Þrándarson - Álasundi (5)
Oliver Sigurjónsson - Breiðabliki (3)
Elías Már Ómarsson - Valerenga (3)
Þorri Geir Rúnarsson - Stjörnunni (2)
Adam Örn Arnarson - Nordsjælland (2)
Böðvar Böðvarsson - FH (2)
Daníel Leó Grétarsson - Álasundi (2)
Heiðar Ægisson - Stjörnunni (2)
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðabliki (2)
Þorri Geir Rúnarsson - Stjarnan (2)
Kristján Flóki Finnbogason - FH (1)
Sindri Björnsson - Leikni (1)
Viktor Jónsson - Þrótti (1)
Ævar Ingi Jóhannesson - KA (1)
Björgvin Stefánsson - Haukar (0)
Tveir nýliðar hjá Eyjólfi

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
